Erlent

Líklega ekki senditæki

Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki. Bungan sem sést á baki forsetans í kappræðum við John Kerry á dögunum hefur orðið tilefni vangaveltna víða. Telja margir víst að Bush hafi tekið við leiðbeiningum frá aðstoðarmönnum sínum á meðan á kappræðunum stóð. Eyþór Árnason, sviðstjóri á Stöð 2 sem sér um að búa fólk út fyrir útsendingar, finnst staðsetning tækisins - sé þetta tæki - mjög undarleg. Venjulega sé senditæki sett í buxnastreng manna eða einfaldlega í vasa þeirra.   Indriði Guðmundsson, klæðskeri á Skólavörðustíg, telur aðra skýringu á bungunni. Hann segir líklegast að þarna sé lélegum saumaskap um að kenna. Klæðskeri Bush sé líka orðin gamall, auk þess sem hann hafi jafnvel verið timbraður morguninn sem hann saumaði fötin. En þá er enn óútskýrt hvað var uppi í eyranu á Bush. Kannski saltkringla. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×