Erlent

Hætta matardreifingu vegna árása

Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan. Hjálparstarfi í norðurhluta Darfur var hætt eftir að tveir starfsmenn bresku hjálparsamtakanna Save the Children létust í sprengingu á sunnudag. Að auki hafa borist fréttir af árásum vopnaðra glæpamanna á bílalestir sem flytja hjálpargögn um héraðið. Vonir standa til að Matvælahjálp SÞ geti séð tveimur milljónum manna fyrir mat í mánuði hverjum frá og með áramótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×