Fleiri fréttir

Kjarnorkubúnaður í Írak horfinn

Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, lýsti áhyggjum af því við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að búnaður sem nota má til gerðar kjarnorkuvopna er horfinn af þeim stöðum sem hann var geymdur á í Írak. ElBaradei sagði að ekki væri nóg með að búnaðurinn væri horfinn heldur líka þær byggingar sem hann var geymdur í.

Rændu hálfum milljarði úr banka

Tveir starfsmenn grísks banka hafa verið handteknir sakaðir um að hafa stolið andvirði um hálfs milljarðs króna úr bankanum. Annar starfsmaðurinn komst yfir lykla og lykilorð að fjárhirslum bankans og hinn, sem var öryggisvörður í bankanum, slökkti á þjófavarnakerfinu eina nóttina svo þeir gætu rænt öllu því fé sem þeir gátu borið í fjárhirslunum.

Skiptst á þungum höggum

Vinir George W. Bush Bandaríkjaforseta í olíuiðnaðinum hafa hagnast á hækkandi olíuverði meðan hækkunin bitnar harkalega á neytendum, sagði John Kerry, forsetaefni demókrata á framboðsfundum í gær, degi fyrir síðustu kappræður hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta sem fram fara í kvöld.<font face="Helv"></font>

Hóta að framlengja verkfallið

Allsherjarverkfallið í Nígeríu sem hófst á mánudag og á að standa í fjóra daga verður hugsanlega framlengt ef stjórnvöld neita að íhuga kröfur verkalýðsfélaga eða ofbeldi brýst út, sagði helsti forystumaður verkfallsmanna. Fyrirhugað var að endurtaka verkfallið eftir þrjár vikur ef ekki verður gengið að kröfum verkfallsmanna um lægra bensínverð.

Sharon hættir ekki

Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hafnaði í morgun ráðleggingum herhöfðingja sinna um að draga herinn frá flóttamannabúðum Palestínumanna á Gazaströndinni. Heimildir Reuters fréttastofunnar segja að Sharon vilji ekki sýna nein veikleikamerki í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna féllu og annað hundrað slösuðust, flestir ísraelskir ferðamenn.

Bretar hræddastir við köngulær

Bretar eru hræddari við köngulær en hryðjuverkaárásir, samkvæmt nýrri könunn þar í landi, þar sem þúsund manns voru spurðir hvað hræddi þá mest. Fyrir utan köngulær og hryðjuverkaárásir eru snákar og mikil hæð það sem fólk á Bretlandseyjum er smeykast við.

ÖSE segir kosningar löglegar

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir forsetakosningjarnar í Afganistar löglegar, og sér enga ástæðu til að ógilda þær. Meirihluti mótframbjóðenda Hamids Karzai, núverandi forseta, sem sigraði með nokkrum yfirburðum, sakaði stuðningsmenn hans um svik og drógu nokkrir framboð sín til baka. Þeir hafa nú flestir dregið í land með gagnrýni sína.

15 handteknir í Egyptalandi

Fimmtán hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna lést. Karlmaður hefur játað að hafa selt sprengiefni rétt fyrir árásirnar.

Kydland og Prescott fá Nóbel

Nóbelsverðlaunin í hagfræði falla í skaut Norðmannsins Finns Kydland og Edwards Prescott frá Bandaríkjunum. Þeir hljóta verðlaunin fyrir skýringar sínar á því hvernig viðskipti eru drifin áfram af breytingum í efnahagsstjórn og tæknibreytingum. Þeir skipta á milli sín tæplega hundrað milljóna króna verðlaunafé.

Verkfall í Nígeríu

Fjögurra daga allsherjarverkfall er hafið í Nígeríu, sem er stærsti olíuframleiðandi Afríku. Þess er krafist að 25% hækkun á verði olíu verði dregin til baka, en olía hefur verið niðurgreidd til íbúa landsins, sem lifa margir í sárri fátækt. Verkfallið er ein ástæða þess að olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað svo mikið sem raun ber vitni undanfarið.

Banni aflétt?

Bretar segjast tilbúnir í viðræður um að aflétta vopnasölubanni á Kína, sem Evrópusambandið setti árið 1989. Frakkar hafa þrýst mjög á að banninu, sem þeir segja barn síns tíma, verði aflétt og höfðu vonast til þess að árangur í þá veru náist á ráðstefnu Evrópu- og Asíuríkja sem fór fram í Vietnam um helgina.

10 gíslum sleppt

10 tyrkneskum gíslum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak síðan í september, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru allir starfsmenn tyrknesks byggingarfyrirtækis, sem vann verkefni fyrir bráðbirgðarstjórnina í Írak.

Yusuf kjörinn forseti Sómalíu

Hershöfðinginn Abdullahi Yusuf var í gær kjörinn forseti Sómalíu. Yusuf notaði tækifærið í sinni fyrstu ræðu til þess að kalla eftir hjálp alþjóðasamfélagsins við að uppræta hryðjuverkasamtök í landinu og draga úr fátækt. Hálfgerður anarkismi ríkir í Sómalíu, enda er löggæsla í landinu í molum og hafa yfir hundrað þúsund manns látist í átökum í landinu undanfarinn áratug.

Tyrkir vilja breyttar tillögur

Tyrkir hyggjast fara fram á breytingar á tillögum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðild Tyrkja að sambandinu. Tyrkir vilja að forsvarsmenn ESB útskýri af hverju aðildarviðræðurnar eigi að vera opnar fyrir breytingum og hyggjast leggja til að tillögunum verði breytt áður en ráðherraráð ESB kemur saman í desember,

Olían hækkar enn

Olíufatið fór í morgun yfir 50 dollara í Bretlandi í fyrsta skipti. Í Bandaríkjunum er olíuverð einnig í hámarki og var fatið á 53 dollara og 42 sent þar í morgun. Ekkert lát hefur verið á olíuhækkunum undanfarið, fyrst og fremst vegna samdráttar í framleiðslu og aukinnar eftirspurnar frá Kína og Bandaríkjunum. Sérfræðingar eru smeykir um að olíuverkfallið sem nú stendur yfir í Nigeríu muni valda því að verð á olíu rjúki enn frekar upp á næstu dögum.

Banni á Lýbíu aflétt

Búist er við því að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Lýbíu verði aflétt í dag. Utanríkisráðherrar Evrópusambandisins, hittast í Luxembourg í dag, og munu þar væntanlega veita blessun sína fyrir því að banninu, sem verið hefur í gildi frá árinu 1992, verði aflétt.

3 létust á knattspyrnuleik

Þrír létust og átta slösuðust í troðningi í áhorfendastúkum á leik Togo og Malí í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2006 í gær. Þar með létust 6 manns á knattspyrnuvöllum Afríku í gær, því að 3 létust í aðdraganda leiks Guineu og Marokkó, sem einnig fór fram í gær. Forsvarsmenn landanna sem í hlut eiga halda í dag neyðarfund vegna mannfallsins.

Kerry kominn með forskot

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur nú þriggja prósentustiga forskot á George Bush, forseta bandaríkjanna, samkvæmt skoðanakönnun Reuters og Zogby. Aðeins þrjár vikur eru til kosninga í bandaríkjunum og síðustu sjónvarpskappræður frambjóðandanna fara fram á miðvikudag.

Gerir sýklalyf krabbamein óvirkt?

Venjulegt fúkkalyf gerir krabbameinsfrumur í músum óvirkar og er vonast til þess að slíkt hið sama gildi um verkun lyfsins í mönnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.

12 ára stelpa drepur mömmu sína

12 ára gömul stúlka í Texas í Bandaríkjunum skaut í gær móður sína vegna útivistarbanns, með þeim afleiðingum að móðirin lét lífið. Stúlkan lét til skarar skríða þegar móðir hennar hafði lagst til hvílu og skaut hana í höfuðið með skammbyssu. Lögregla komst ekki á snoðir um málið fyrr en degi síðar, þegar bróðir stelpunnar kom að móður sinni látinni.

2 afhöfðaðir í Írak

Skæruliðar í Írak hafa afhöfðað Tyrkneskan samningamann og írakskan túlk hans, samkvæmt fréttum frá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Að sögn skæruliðanna var verið að refsa mönnunum fyrir að starfa með Bandaríkjamönnum í Írak. Samtökin Ansar al-Sunna hafa lýst ábyrgð á morðinu, en þau hafa áður lýst ábyrgð á ráni og morðum á 12 mönnum frá Nepal, þrem Kúrdum og einum Íraka.

Með merkispjald í skólann

Grunnskólabörn í Moskvu munu framvegis þurfa að ganga með merkispjald, í ætt við þau sem sjá má á gæludýrum, þegar þau ganga til kennslustunda. Þá verður börnunum einnig gert að ganga með sérstök skilríki í vasanum. Á skilríkjunum kemur fram nafn barnsins, heimilisfang, símanúmer og blóðflokkur, en á merkispjaldinu verða fingraför þess og aðrar persónulegar upplýsingar.

Fékk Bush aðstoð?

í sjónvarpskappræðum George Bush og John Kerry þann 30. september sást móta fyrir einhverju sem líkist litlum kassa milli herðablaða Bush, og er hann sakaður um að hafa haft hjálparhellur í eyranu í kappræðunum. Fullyrðingarnar ganga eins og eldur í sinu á Internetinu, og nokkuð hefur verið fjallað um málið í blöðunum.

Slösuð eftir slag við krókódíl

Sextug kona liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að hafa stokkið á fjögurra metra langan krókódíl til að frelsa mann úr kjafti hans.

Stríð og friður í Írak

Utanríkisráðherra segir barist í fimm byggðalögum í Írak en frið ríkja í hinum 795 byggðalögum landsins. Þingmönnum ber ekki saman um nákvæmni þessara talna né heldur hvaða mynd þær gefa af ástandinu í landinu.

Ekkert gsm-samband í Bagdad

Íraska farsímafyrirtækið Iraqna fór í verkfall í gær til að mótmæla mannránum hryðjuverkamanna.

Mubarak í Róm

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, kom í opinbera heimsókn til Ítalíu í gær aðeins þremur dögum eftir að mannskæð sprenging við Rauðahafið varð 33 mönnum að bana, þar á meðal tveimur ítölskum ferðamönnum.

Grunsamlegur póstur til ráðherra

Pósturinn í Slóvakíu fann í gær umslag með hvítu dufti sem stílað var á Mikulas Dzurinda, forsætisráðherra landsins.

Uppreisnarmenn afvopnast

Gert hefur verið samkomulag við uppreisnarmenn sjía-klerksins Muqtada al-Sadr. Tugir sprengjuvarpa, sprengiefni og byssur hafa verið afhentar íröskum stjórnvöldum í Sadr-borg. Vonast eftir svipuðu samkomulagi í Falluja.

Hugsanlega tímamót í hlýnun jarðar

Koltvísýringsmengun í andrúmsloftinu hefur aukist mikið síðustu ár. Aukningin kemur mjög á óvart þar sem ekki er samhengi milli hennar og útblásturs koltvísýrings á sama tímabili. Þetta veldur vísindamönnum áhyggjum yfir því að hlýnun jarðar kunni að aukast hraðar en búist hefur verið við.

Tyrkir óttast mismunun

Kröfurnar sem Evrópusambandið gerir til Tyrkja vegna viðræðna um aðild þeirra að sambandinu eru svo strangar að það er hægt að líta á þær sem mismunum, sagði Cemil Cicek, dómsmálaráðherra Tyrklands. Hann sagði fullyrðingar í skýrslu Evrópusambandsins um aðildarviðræður sem væru ósanngjarnar gagnvart Tyrkjum og þyrfti að útskýra betur.

Olíuverkfall lamaði atvinnulífið

Olíuframleiðsla Nígeríu hélst óbreytt en athafnalíf í höfuðborginni Lagos var í lamasessi í gær á upphafsdegi fjögurra daga verkfalls. Tilgangur verkalýðsfélaga með verkfallinu er að knýja á um að bensínhækkun á innanlandsmarkaði verði dregin til baka.

Bush leiðir í nýjustu könnunum

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur nokkurra prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum.

Deilt um stafsetningu evrunnar

Evran veldur nú deilum meðal aðildarríkja Evrópusambandsins, ekki þó vegna þess hvernig hún hefur reynst heldur hvernig eigi að stafsetja hana.

Karzai spáð stórsigri

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, vann yfirburðasigur í afgönsku forsetakosningunum á laugardag samkvæmt útgönguspá sem gerð var fyrir bandarísku samtökin International Republican Institute sem vinnur að útbreiðslu lýðræðis utan landamæra Bandaríkjanna.

Óttast kóngulær meir en hryðjuverk

Það eina sem veldur hinum almenna Breta meiri ótta en hryðjuverkamenn er kóngulóin, sem þá óar við að finna skríðandi á heimili sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Universal-kvikmyndafyrirtækið í Bretlandi.

Ókvæðisorð öskruð að Sharon

Harðlínuþingmenn kölluðu ókvæðisorð að honum og þingmenn samþykktu ályktun þar sem þeir höfnuðu málflutningi hans en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast í þá stefnu sína að rýma byggðir landtökumanna á Gaza áður en ár er liðið.

Sjá næstu 50 fréttir