Erlent

Blair afsakar ekki skýrslu

Blair játaði hins vegar að upplýsingar í skýrslunni varðandi efnavopna- og lífefnavopnaeign Íraka hefðu ekki verið fullnægjandi, en hélt því fram að ákvörðunin um að styðja Bandaríkjamenn í innrásinni hefði verið réttmæt. "Ég tek fulla ábyrgð á og biðst afsökunar á upplýsingunum sem gefnar voru upp í góðri trú þrátt fyrir að í kjölfarið hafi komið í ljós að þær voru rangar," sagði Blair í heitum umræðum um Íraksmálið á þinginu. "Það er hins vegar alfarið rangt að upplýsingar hafi vísvitandi verið rangar eða að nokkur hafi viljandi verið blekktur. Ég afsaka það ekki að Saddam Hussein hafi verið komið af valdastóli. Ég afsaka ekki átökin í Írak. Ég trúi því að þau hafi verið réttmæt þá, þau séu réttmæt nú og nauðsynleg til þess að tryggja öryggi í þessum heimshluta," sagði Blair.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×