Fleiri fréttir

Börn Sævars Ciesielski afhenda ráðherra gögn

Börn Sævar Ciesielski, sem var dæmdur fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana, ætla að afhenda Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, mikið magn málsskjala og gagna sem tengjast málinu, og voru í vörslu Sævars þegar hann lést. Þau munu afhenda ráðherranum skjölin klukkan eitt í dag

Sex manns sluppu ótrúlega vel úr bílveltu

Sex manns sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar fólksbíll þeirra valt út af veginum í Biskupsbrekku í sunnanverðri Holtavörðuheiðinni á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Ferðamaður stal dollurum af flugfreyju Icelandair

Bandarískur ferðamaður var handtekinn á Logan flugvelli í Boston í Bandaríkjunum í gær, sakaður um að hafa stolið 300 dollurum af íslenskri flugfreyju um borð í vél Icelandair, þegar vélin var á leið til Logan.

Mæðgin sluppu nær ómeidd úr umferðarslysi

Ung kona slapp lítið meidd og barn hennar á öðru ári, alveg ómeitt, þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi og bíllinn hafnaði á ljósastaur.

Jólatréið frá Hamborg á leiðinni til landsins

Hamborgarbúar senda jólatré til Reykjavíkur að venju um þessi jóla og er tréið nú á leiðinni til Íslands. Tréð fór í skip síðastliðinn mánudag og er væntanlegt til Reykjavikur með Goðafossi á morgun þriðjudag.

Lyf í verslanir og frjálsari auglýsingar

Hagsmunaaðilar á lyfjamarkaði vilja að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi og sala á lyfjum verði leyfð í almennum verslunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Félags atvinnurekenda, Frumtaka og Samtaka verslunar og þjónustu, þar sem hinar ýmsu tillögur um breytingar á íslenska lyfjamarkaðnum eru lagðar fram.

Stikuðu tugi kílómetra gönguleiða

Tugir kílómetra gönguleiða voru stikaðir og merktir í Vonarskarði og nágrenni í sumar. „Það var mikið verk að ganga með stikurnar og setja þær niður en frábært að vera úti við og vinna þetta þarfa verk,“ segir Gunnar Njálsson, landvörður í Nýjadal á Sprengisandi, sem vann verkið ásamt Guðmundi Árnasyni landverði auk sjálfboðaliða frá Veraldarvinum og Ingimar Eydal landverði.

Kirkjukórar hætta að syngja vegna þreytu

„Þetta var orðin kvöð og við eiginlega gáfumst bara upp," segir Margrét Böðvarsdóttir, formaður kirkjukórs Hvalsnessóknar sem nú er hættur að syngja við guðsþjónustur í Sandgerði.

Íslenskar vörur oft ódýrari í krónum talið

Íslenskar landbúnaðarvörur eru oft ódýrari hér á landi en aðrar landbúnaðarvörur á Norðurlöndunum sé verðinu breytt í íslenskar krónur. Hafa ber í huga að tölurnar eru ekki kaupmáttarleiðréttar, en kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi á síðustu árum á meðan hann hefur aukist á Norðurlöndunum.

Endurskoðun fresti málinu

Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda forsendur fyrir framkvæmdum Vaðlaheiðarganga til Ríkisendurskoðunar.

Ætla að máta óvissa framtíð

Vinafélagið stendur að Vinaskákmótinu í dag í samvinnu við velunnara félagsins; Forlagið, Henson og Sögur útgáfu. Mótið er haldið í Vin, athvarfi Rauða krossins Hverfisgötu 47, en þar er mjög blómlegt skáklíf. Æfingar eru alla mánudaga og reglulega er slegið upp stórmótum. Skákfélag Vinjar teflir meðal annars fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

Borgin skýri hömlur á tjáningarfrelsi

Umboðsmaður Alþingis vill að Reykjavíkurborg svari því hvort leikskólastjórum hafi verið skipað að svara ekki spurningum Ríkisútvarpsins um laus pláss á leikskólum og hver hafi þá gefið þau fyrirmæli og á hvaða grundvelli.

Fjölskylda Daniels: Afar þakklát björgunarsveitarmönnum

Fjölskylda sænska ferðamannsins sem fannst látinn á Sólheimajökli í gær eftir mikla leit segist ekki hafa getað krafist meira af björgunarsveitarmönnum. Þegar hefur verið boðað til rýnifunda þar sem björgunarsveitarmenn fara yfir leitina, það sem gekk vel og betur hefði mátt fara.

Verðhækkanir á kjötvörum ekki eðlilegar

Verð á kjötvörum hefur hækkað langt umfram það sem eðlilegt má teljast að mati forstjóra Haga. Hann segir fákeppni og innflutningshöft á kjötmarkaði skaða almenning í landinu.

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa komið í veg fyrir ríkisábyrgð

Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með pólitískum vélabrögðum sölsað stöðina undir sig í lok árs 1989 þegar þeir misstu fyrirtækið. Flokkurinn hafi komið í veg fyrir að ríkisábyrgð fengist á lán til Stöðvarinnar.

Lögreglan lýsir eftir Sævaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sævaldi Herði Harðarsyni, 31 ára. Talið er að hann sé klæddur í dökka yfirhöfn,bláar gallabuxur og sé í svörtum skóm.

Nokkuð brattur eftir köfunarslys í Silfru

Lögreglan á Selfossi fór ásamt sjúkraflutningarmönnum að Silfru á Þingvöllum eftir hádegi í dag. Kafari þurfti að skjóta sér upp á yfirborðið af 18 metra dýpi en svo virðist sem einhver bilun hafi komið í köfunarbúnað mannsins. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið nokkuð brattur eftir þessa reynslu en þegar farið er upp á yfirborðið af svona miklu dýpi er hætta á að menn slasist.

Ölvaður velti bíl í Þverholti

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og töluvert mikið af fólki í miðborg Reykjavíkur, enda fullt tungl, að sögn varðstjóra.

Skjálftar í Mýrdalsjökli

Um tíu grunnir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli komu fram á mælum Veðurstofunnar á um fjörutíu mínútna kafla í kringum klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftahrina sem þessi ekki óalgeng en undanfarnavikur hafa skjálftar mælst á svæðinu. Enginn af skjálftunum í morgun var stærri en 3 á richter og segir vaktmaður á spádeild að enginn gosórói sé í eldsstöðinni.

Ekki í belti og kastaðist út úr bílnum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við Kálfholt á Hellu rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi voru tveir í bílnum, kona og karl, og kastaðist annað þeirra út úr bílnum. Samkvæmt varðstjóra var sá sem kastaðist úr úr bílnum ekki í bílbelti en hann lenti í mýri.

Grunur um íkveikju

Um þrjú leytið í nótt barst tilkynning um eld í nýbyggingu við Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Töluverður eldur var í klæðningu og stillösum þegar slökkvilið kom á vettvang og fóru dælubíll, körfubíll og sjúkrabíll á staðinn. Mikið tjón varð á húsinu en lögreglu grunar að um íkveikju sé að ræða. Málið er í rannsókn.

Atvinnuleysið eykst lítillega

Skráð atvinnuleysi í október 2011 var 6,8 prósent en að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir og fjölgaði um 0,2 prósentustig milli mánaða.

Fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm

Fjölmennt lið lögreglu eru nú statt fyrir utan Hlemm í miðborg Reykjavíkur og er búið að strengja gulan borða utan um almennissalerni sem er staðsett fyrir utan strætóstoppistöðina, á móti lögreglustöðinni.

Umfangsmesta leit síðari ára

Sænski ferðamaðurinn sem leitað hafði verið á Sólheimajökli í tæpa tvo sólarhringa fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Hann var ofan í jökulsprungu en ekki er hægt að fullyrða hvort hann féll ofan í sprunguna eða fór þar ofan í til að leita skjóls.

Efnilegir kvikmyndagerðarmenn

Hrekkjóttir legókallar og sönglandi nunnur fóru með aðalhlutverk í myndböndum ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem voru verðlaunaðir fyrir verk sín við hátíðlega athöfn í dag.

Eyði jólagjöf í heimabænum

Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbæjar á þessu ári verður gjafabréf sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Grindavík. Að því er segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar er stefnt að því að starfsmennirnir fái gjafabréfin í lok nóvember svo þeir geti nýtt þau fyrir jólin. „Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Grindavíkurbæjar gegn framvísun gjafabréfsins,“ segir á vef sveitarfélagsins-

Aðeins 17 prósent yfir kostnaðaráætlun

Kostnaður vegna Héðinsfjarðarganga reyndist 17,2 prósentum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna vatnsaga. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en þar er tekið fram að rangar tölur þar um hafi verið í gangi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hafi til dæmis „ranglega verið haldið fram að umframkostnaður við þessi göng hlaupi á jafnvel 80 til 90 prósentum. Því fer fjarri," segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að misskilninginn megi rekja til þess að fólki hafi láðst að umreikna upphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. - þj

Norrænir slökkviliðsmenn funda í Reykjavík

Stjórn samtaka norænna slökkviliðsmanna fundaði í dag vegna ráðstefnu sem haldin verður í Bergen í Noregi á næsta ári. Á ráðstefnunni koma saman um 120 slökkviliðsmenn frá höfuðborgum allra Norðurlandanna, ásamt Gautaborg og Bergen, en ráðstefnan er haldin einu sinni á ári.

Fannst látinn

Sænski ferðamaðurinn sem hefur verið leitað að síðan á miðvikudagskvöld, fannst látinn rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst í um 600 metra hæð á Sólheimajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli.

Ferðamaðurinn fundinn

Sænski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Sólheimajökli fannst rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst ofarlega í jöklinum en yfir 300 björgunarsveitarmenn hafa leitað að honum síðasta tvo og hálfan sólarhring. Aðstæður á jöklinum voru mjög slæmar í morgun og veður mjög slæmt. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Alltaf að bæta mig

Kristján Magnús Karlsson, þroskahamlaður íþróttamaður og starfsmaður Vífilfells, æfir íþróttir af kappi alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson fylgdust með Kristjáni í leik og starfi.

Capacent kemur ekki að ráðningu forstjóra Bankasýslunnar

Stjórn Bankasýslu ríkisins mun skipa þriggja manna ráðninganefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Bankasýslunnar. Ráðningafyrirtækið Capacent mun ekki koma að ferlinu, líkt og áður. Ný stjórn Bankasýslu ríkisins hefur auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Auglýsingin er samhljóða fyrri auglýsingu um stöðuna, en hún er aðgengileg á vefnum Starfatorg. . "Stjórnin hefur ákveðið að skipa sérstaka ráðningarnefnd til að annast ráðningarferlið þannig að það verður ekki ráðningarstofa sem heldur utan um það eins og síðast," segir Guðrún Ragnarsdóttir, formaður stjórnar Bankasýslunnar. "Við ákváðum að velja þessa leið þar sem hún hefur verið notuð með góðum árangri í ráðningum innan stjórnsýslunnar og þá er yfirleitt farin sú leið að það eru skipaðir þrír aðilar í nefndina. Við eigum eftir að gera það og munum væntanlega gera það eftir helgi," segir Guðrún. Ekki liggur fyrir hvort umsækjendur fara í gegn um samskonar próf og í fyrra ráðningarferli. "Nefndin kemur með tillögur að mótun á ferlinu, það er að segja hvaða ferli það verður sem umsækjendur þurfa að fara í gegn um. Það er stjórnin sem alltaf ber ábyrgð á þessu ferli og stjórnin mun alltaf þurfa að samþykkja þá aðferð eða það ferli sem nefndin leggur til. Síðan er það nefndin sem kemur með tillögur að þremur umsækjendum, líklegast, í lokin til stjórnarinnar og stjórnin síðan velur úr þeim hópi. Þetta er alltaf á ábyrgð stjórnarinnar en nefndin er framkvæmdaraðili fyrir hönd stjórnar," segir hún. Afar fáir sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst í fyrra skipti. Spurð hvort gerðara hafa verið sérstakar ráðstafanir til að auka áhuga fólks á að sækja um, segir Guðrún: "Fyrsta skrefið er alltaf að auglýsa og ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til að sækja um. Þetta er auðvitað spennandi starf og gríðarlegt tækifæri til að fá að taka þátt í að móta framtíðarmynd fjármálakerfisins hér á Íslandi." Hún segist vonast til þess að umræðan um Bankasýsluna að undanförnu leiði til þess að fleiri sæki um stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.

Biskupsmálið hefur tekið á

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ætlar að láta af embætti næsta sumar. Biskup tilkynnti þessa ákvörðun sína í setningarávarpi til Kirkjuþings í morgun.

Biskup ætlar að láta af embætti

Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar að láta af embætti næsta sumar. Þetta kom fram í setningarávarpi hans til kirkjuþings í Grensáskirkju í morgun.

Starf forstjóra Bankasýslunnar auglýst

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Í auglýsingunni, sem er aðgengileg á Starfatorgi, segir meðal annars að umsækjendur þurfi að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi, sérþekkingu á banka- og fjármálum auk leiðtogahæfileika. Fyrri stjórn Bankasýslunnar óskaði eftir að vera leyst frá störfum í lok október vegna umdeildrar ráðningar Páls Magnússonar sem forstjóra. Næsta dag sagði Páll sig frá starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.

Þrjár líkamsárásir og átta ölvaðir undir stýri

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en átta ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn undir áhrifum fíkniefna. Þrjár minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu en enginn kæra hefur borist inn á borð varðstjóra. Þá fóru lögreglumenn á þrettán veitingastaði í miðborginni í nótt og að sögn varðstjóra var engum þeirra lokað. Sex gistu fangageymslu. Fjórir vegna ölvunar og tveir vegna ölvunaraksturs - annar þeirra stal reyndar líka bíl í Stigahlíðinni í gærdag og var einungis að sofa úr sér áfengisvímuna áður en hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir