Innlent

Mæðgin sluppu nær ómeidd úr umferðarslysi

Ung kona slapp lítið meidd og barn hennar á öðru ári, alveg ómeitt, þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi og bíllinn hafnaði á ljósastaur.

Höggið var svo mikið að staurinn brotnaði og féll á vegöxlina. Mæðginin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar og kom þar í ljós að konan hafði marist undan öryggisbeltinu, en ekkert sá á barninu. Bíllinn er gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×