Innlent

Lögreglan lýsir eftir Sævaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sævaldi Herði Harðarsyni, 31 ára. Talið er að hann sé klæddur í dökka yfirhöfn,bláar gallabuxur og sé í svörtum skóm.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Sævaldur sé 185 cm á hæð, 80 til 85 kg, með blá augu og stutt, dökkt hár.

Síðast er vitað um ferðir hans í Reykjavík seint á föstudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×