Innlent

Þrjár líkamsárásir og átta ölvaðir undir stýri

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en átta ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn undir áhrifum fíkniefna. Þrjár minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu en enginn kæra hefur borist inn á borð varðstjóra. Þá fóru lögreglumenn á þrettán veitingastaði í miðborginni í nótt og að sögn varðstjóra var engum þeirra lokað. Sex gistu fangageymslu. Fjórir vegna ölvunar og tveir vegna ölvunaraksturs - annar þeirra stal reyndar líka bíl í Stigahlíðinni í gærdag og var einungis að sofa úr sér áfengisvímuna áður en hann verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×