Innlent

Skjálftar í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull
Um tíu grunnir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli komu fram á mælum Veðurstofunnar á um fjörutíu mínútna kafla í kringum klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftahrina sem þessi ekki óalgeng en undanfarnavikur hafa skjálftar mælst á svæðinu. Enginn af skjálftunum í morgun var stærri en 3 á richter og segir vaktmaður á spádeild að enginn gosórói sé í eldsstöðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×