Hanna Birna vill ekki í ríkisstjórn með Samfylkingunni vegna ESB 13. nóvember 2011 13:09 Hanna Birna Kristjánsdóttir er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins mynd/Daníel Rúnarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. Landsfundur sjálfstæðismanna hefst á fimmtudaginn en Hanna Birna hefur boðið sig fram til formanns á móti Bjarna Benediktssyni. Hanna Birna var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur í morgun og var hún meðal annars spurð hvort réttast væri að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í krónuna áfram. Við eigum að skoða það næstu þrjú til fimm ár hvort aðrir kostir séu betri. En miðað við núverandi aðstæður þá finnst mér að við eigum að halda í krónuna og ég held að hún sé besti kosturinn fyrir okkur. Ég held líka að stundum sé það þannig að við nálgumst gjaldmiðilinn eins og hann sé ástæðan fyrir ástandinu. Gjaldmiðill er ekkert annað en hitamælir á eitthvað ástand og við brjótum hann ekki ef illa gengur," sagði Hanna Birna í morgun. Hanna Birna sagðist vera andvíg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og telur ólíklegt að sjálfstæðismenn geti myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu alþingiskosningar nema að Samfylkingin breyti um stefnu í evrópumálum. „Ég hef líka sagt það, af því að menn hafa nefnt það hvort að menn vilj ekki semja við Samfylkinguna, gera menn Evrópusambandið að úrslitaatriði þar? Klárlega. Við, Sjálfstæðisflokkurinn viljum ekki ganga í Evrópusambandið og viljum ekki semja um það nema landsfundur flokksins taki breytta afstöðu í þeim málum. Það er ekkert sem formenn geta unnið með, við erum bundin af samþykktum landsfundar. Og samþykktir landsfundar eru mjög afdráttarlausar hvað þetta varðar og mér finnst það sama upp á teningnum eins og hvað til dæmis Vinstri-Græna varðar. Við munum ekki semja við þá um hækkun skatta en séu menn reiðubúnir í það, að mætast á miðri leið þá finna menn flötinn á því, en sumir hlutir eru illsemjanlegir," sagði Hanna Birna í Sprengisandi í morgun. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. Landsfundur sjálfstæðismanna hefst á fimmtudaginn en Hanna Birna hefur boðið sig fram til formanns á móti Bjarna Benediktssyni. Hanna Birna var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur í morgun og var hún meðal annars spurð hvort réttast væri að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í krónuna áfram. Við eigum að skoða það næstu þrjú til fimm ár hvort aðrir kostir séu betri. En miðað við núverandi aðstæður þá finnst mér að við eigum að halda í krónuna og ég held að hún sé besti kosturinn fyrir okkur. Ég held líka að stundum sé það þannig að við nálgumst gjaldmiðilinn eins og hann sé ástæðan fyrir ástandinu. Gjaldmiðill er ekkert annað en hitamælir á eitthvað ástand og við brjótum hann ekki ef illa gengur," sagði Hanna Birna í morgun. Hanna Birna sagðist vera andvíg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og telur ólíklegt að sjálfstæðismenn geti myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu alþingiskosningar nema að Samfylkingin breyti um stefnu í evrópumálum. „Ég hef líka sagt það, af því að menn hafa nefnt það hvort að menn vilj ekki semja við Samfylkinguna, gera menn Evrópusambandið að úrslitaatriði þar? Klárlega. Við, Sjálfstæðisflokkurinn viljum ekki ganga í Evrópusambandið og viljum ekki semja um það nema landsfundur flokksins taki breytta afstöðu í þeim málum. Það er ekkert sem formenn geta unnið með, við erum bundin af samþykktum landsfundar. Og samþykktir landsfundar eru mjög afdráttarlausar hvað þetta varðar og mér finnst það sama upp á teningnum eins og hvað til dæmis Vinstri-Græna varðar. Við munum ekki semja við þá um hækkun skatta en séu menn reiðubúnir í það, að mætast á miðri leið þá finna menn flötinn á því, en sumir hlutir eru illsemjanlegir," sagði Hanna Birna í Sprengisandi í morgun.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira