Hanna Birna vill ekki í ríkisstjórn með Samfylkingunni vegna ESB 13. nóvember 2011 13:09 Hanna Birna Kristjánsdóttir er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins mynd/Daníel Rúnarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. Landsfundur sjálfstæðismanna hefst á fimmtudaginn en Hanna Birna hefur boðið sig fram til formanns á móti Bjarna Benediktssyni. Hanna Birna var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur í morgun og var hún meðal annars spurð hvort réttast væri að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í krónuna áfram. Við eigum að skoða það næstu þrjú til fimm ár hvort aðrir kostir séu betri. En miðað við núverandi aðstæður þá finnst mér að við eigum að halda í krónuna og ég held að hún sé besti kosturinn fyrir okkur. Ég held líka að stundum sé það þannig að við nálgumst gjaldmiðilinn eins og hann sé ástæðan fyrir ástandinu. Gjaldmiðill er ekkert annað en hitamælir á eitthvað ástand og við brjótum hann ekki ef illa gengur," sagði Hanna Birna í morgun. Hanna Birna sagðist vera andvíg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og telur ólíklegt að sjálfstæðismenn geti myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu alþingiskosningar nema að Samfylkingin breyti um stefnu í evrópumálum. „Ég hef líka sagt það, af því að menn hafa nefnt það hvort að menn vilj ekki semja við Samfylkinguna, gera menn Evrópusambandið að úrslitaatriði þar? Klárlega. Við, Sjálfstæðisflokkurinn viljum ekki ganga í Evrópusambandið og viljum ekki semja um það nema landsfundur flokksins taki breytta afstöðu í þeim málum. Það er ekkert sem formenn geta unnið með, við erum bundin af samþykktum landsfundar. Og samþykktir landsfundar eru mjög afdráttarlausar hvað þetta varðar og mér finnst það sama upp á teningnum eins og hvað til dæmis Vinstri-Græna varðar. Við munum ekki semja við þá um hækkun skatta en séu menn reiðubúnir í það, að mætast á miðri leið þá finna menn flötinn á því, en sumir hlutir eru illsemjanlegir," sagði Hanna Birna í Sprengisandi í morgun. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. Landsfundur sjálfstæðismanna hefst á fimmtudaginn en Hanna Birna hefur boðið sig fram til formanns á móti Bjarna Benediktssyni. Hanna Birna var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur í morgun og var hún meðal annars spurð hvort réttast væri að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í krónuna áfram. Við eigum að skoða það næstu þrjú til fimm ár hvort aðrir kostir séu betri. En miðað við núverandi aðstæður þá finnst mér að við eigum að halda í krónuna og ég held að hún sé besti kosturinn fyrir okkur. Ég held líka að stundum sé það þannig að við nálgumst gjaldmiðilinn eins og hann sé ástæðan fyrir ástandinu. Gjaldmiðill er ekkert annað en hitamælir á eitthvað ástand og við brjótum hann ekki ef illa gengur," sagði Hanna Birna í morgun. Hanna Birna sagðist vera andvíg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og telur ólíklegt að sjálfstæðismenn geti myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu alþingiskosningar nema að Samfylkingin breyti um stefnu í evrópumálum. „Ég hef líka sagt það, af því að menn hafa nefnt það hvort að menn vilj ekki semja við Samfylkinguna, gera menn Evrópusambandið að úrslitaatriði þar? Klárlega. Við, Sjálfstæðisflokkurinn viljum ekki ganga í Evrópusambandið og viljum ekki semja um það nema landsfundur flokksins taki breytta afstöðu í þeim málum. Það er ekkert sem formenn geta unnið með, við erum bundin af samþykktum landsfundar. Og samþykktir landsfundar eru mjög afdráttarlausar hvað þetta varðar og mér finnst það sama upp á teningnum eins og hvað til dæmis Vinstri-Græna varðar. Við munum ekki semja við þá um hækkun skatta en séu menn reiðubúnir í það, að mætast á miðri leið þá finna menn flötinn á því, en sumir hlutir eru illsemjanlegir," sagði Hanna Birna í Sprengisandi í morgun.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira