Innlent

Lögreglan hefur kært lögreglumann fyrir fjárdrátt

Höskuldur Kári Schram skrifar
Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara vegna gruns um fjárdrátt.

Það var embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kærði manninn en samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um fjárdrátt.

Rannsókn ríkissaksóknara er á frumstigi en maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið í leyfi frá störfum síðustu tvær vikur.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann í dag. Ekki fæst staðfest um hversu háar fjárhæðir er að ræða né hversu lengi hin meintu brot eiga að hafa staðið yfir.

Brot af þessu tagi geta varðað allt að sex ára fangelsi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×