Innlent

Endurskoðun fresti málinu

Stjórnin fagnar því að framkvæmdir við göngin geti hafist á næsta ári. Fréttablaðið/kristján
Stjórnin fagnar því að framkvæmdir við göngin geti hafist á næsta ári. Fréttablaðið/kristján
Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda forsendur fyrir framkvæmdum Vaðlaheiðarganga til Ríkisendurskoðunar. Í nýrri bókun stjórnarinnar segir að málið sé komið á lokastig en úttekt Ríkisendurskoðunar muni óhjákvæmilega fresta afgreiðslu málsins um óákveðinn tíma.

Stjórnin fagnar því að forsendur fyrir göngunum hafi ekki breyst og framkvæmdir eigi að geta hafist á næsta ári. Þó átelur hún þá umræðu að ríkið leggi fram fé úr ríkissjóði til framkvæmdarinnar. Hið rétta sé að það ábyrgist fjármögnun og því mun ekki koma til fé úr ríkissjóði. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×