Innlent

Kannabisefni komu þrisvar við sögu

Íslenskt kannabisefni kom  við sögu í þremur  verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Einn var stöðvaður á bíl undir áhrifum kannabisefna og var hann auk þess réttindalaus. Kannabis fannst í bíl annars ökumanns, sem var stöðvaður, en hann reyndist ekki undir áhrifum, og loks handtók lögreglan ungling undir lögaldri í miðborginni, sem reyndist undir kannabisáhrifum.

Barnaverndaryfirvöld voru kölluð að málinu og var unglingurinn vistaður að Stuðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×