Innlent

Efnilegir kvikmyndagerðarmenn

Hrekkjóttir legókallar og sönglandi nunnur fóru með aðalhlutverk í myndböndum ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem voru verðlaunaðir fyrir verk sín við hátíðlega athöfn í dag.

Myndbandakeppni Grunnskólanna og 66° Norður var nú haldin í fjórða sinn en að þessu sinni bárust tæplega fimmtíu myndbönd. Það var landsbyggðin sem bar sigur úr býtum þetta árið.

Sigurvegarar í yngri flokknum komu frá Gerðaskóla í Garði en þeir sendu inn myndbandið Legóveðrið mikla.

„Það var fólk og það voru hrekkjusvín sem voru með vél og gerðu óveður," segja krakkarnir úr Garði.

Og krakkarnir notuðu legókalla til að segja sína sögu.

„Við létum þá fara eitt skref og tókum svo mynd og svo annað skref og tókum svo mynd," segir krakkarnir og segja að gerð myndarinnar hafi tekið langan tíma.

Það var svo Grunnskólinn á Hólmavík sem sigraði í eldri flokknum með myndinni Bensíntittur í Basli sem fjallar um starfsmann á plani sem þarf að aðstoða skrítna kúnna, þar á meðal nunnur sem voru í uppáhaldi hjá hópnum. Krakkarnir sitja öll kvikmyndaáfanga og þar varð vinningsmyndbandið til.



Myndband Gerðaskóla




Myndband Grunnskólans á Hólmavík









Fleiri fréttir

Sjá meira


×