Innlent

Grunur um íkveikju

Um þrjú leytið í nótt barst tilkynning um eld í nýbyggingu við Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Töluverður eldur var í klæðningu og stillösum þegar slökkvilið kom á vettvang og fóru dælubíll, körfubíll og sjúkrabíll á staðinn. Mikið tjón varð á húsinu en lögreglu grunar að um íkveikju sé að ræða. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×