Innlent

Íslenskar vörur oft ódýrari í krónum talið

Sé vöruverði á Norðurlöndum breytt í íslenskar krónur kemur í ljós að íslenskar vörur eru oft ódýrari. fréttablaðið/heiða
Sé vöruverði á Norðurlöndum breytt í íslenskar krónur kemur í ljós að íslenskar vörur eru oft ódýrari. fréttablaðið/heiða
Íslenskar landbúnaðarvörur eru oft ódýrari hér á landi en aðrar landbúnaðarvörur á Norðurlöndunum sé verðinu breytt í íslenskar krónur. Hafa ber í huga að tölurnar eru ekki kaupmáttarleiðréttar, en kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi á síðustu árum á meðan hann hefur aukist á Norðurlöndunum.Bændasamtökin gerðu verðkönnun á landbúnaðarvörum í fimm verslunum á Norðurlöndunum um miðjan október síðastliðinn með aðstoð starfsmanna bændasamtaka viðkomandi landa. Frá þessu er greint í Bændablaðinu, en þar segir að í ljós hafi komið að íslenskar afurðir eru samkeppnisfærar við vöruverð í hinum Norðurlandaríkjunum.Kannað var verð á léttmjólk, 17 prósenta osti, smjöri, svínakótelettum, heilum kjúklingi, nautahakki, eggjum, kartöflum og tómötum. Verslanirnar sem bornar voru saman eru Bónus, Netto í Danmörku, Rema í Danmörku, Ica Kvantum í Svíþjóð og Remi í Noregi.Léttmjólk reyndist ódýrust á Íslandi en langdýrust í Noregi og ostur var ódýrastur í Svíþjóð. Íslenska smjörið var ódýrast, en nýsjálenskt og þýskt smjör í verslunum í Danmörku reyndist dýrast. Ódýrustu kartöflurnar voru í Bónus í 1,5 kílóa pakkningum og íslensku tómatarnir einnig.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum, segir verðin sýna að ekkert bendi til þess að vöruverð lækki hér ef frekari innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum yrði. Bændasamtökin gerðu ekki sambærilega verðkönnun fyrir gengishrun íslensku krónunnar. - sv

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.