Innlent

Tólf börn fæddust í Reykjavík í gær - síðustu börnin tvíburar

Tólf börn fæddust í gær á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni. Af þessum tólf voru átta strákar og fjórar stelpur sem komu í heiminn en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11.

Samkvæmt ljósmóður á fæðingardeildinni voru síðustu börn gærdagsins tvíburar, tveir strákar, sem komu í heiminn klukkan 22:45 og 23:00.

Aðeins fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á talnarunur eins og 11.11.11. Næst verður það 12.12.12. En svo þarf að bíða til 1. janúar 2101.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×