Innlent

Jólatréið frá Hamborg á leiðinni til landsins

Hamborgarbúar senda jólatré til Reykjavíkur að venju um þessi jóla og er tréið nú á leiðinni til Íslands. Tréð fór í skip síðastliðinn mánudag og er væntanlegt til Reykjavikur með Goðafossi á morgun þriðjudag.

Í frétt um málið á vefsíðu Faxaflóahafna segir að tréð sé 12 metra hátt, norðmannsþinur og kemur úr einkagarði á Hamborgarsvæðinu. 

Ljósin verða tendruð á trénu við hátíðlega athöfn laugardaginn 26. nóvember kl. 17:00 á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×