Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 11:43 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Sýn/Sigurjón Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. „Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024. Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
„Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024.
Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44
Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48