Innlent

Ekki í belti og kastaðist út úr bílnum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við Kálfholt á Hellu rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi voru tveir í bílnum, kona og karl, og kastaðist annað þeirra út úr bílnum. Samkvæmt varðstjóra var sá sem kastaðist úr úr bílnum ekki í bílbelti en hann lenti í mýri.

Þau voru flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Vakthafandi læknir á slysadeild sagði við fréttastofu nú fyrir hádegið að við fyrstu sýn virðiðist parið hafa sloppið vel en þau fara í frekari rannsóknir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×