Innlent

Norrænir slökkviliðsmenn funda í Reykjavík

Slökkviliðsmenn frá Norðurlöndunum funda í Reykjavík í dag
Slökkviliðsmenn frá Norðurlöndunum funda í Reykjavík í dag mynd/Vilhelm
Stjórn samtaka norænna slökkviliðsmanna fundaði í dag vegna ráðstefnu sem haldin verður í Bergen í Noregi á næsta ári. Á ráðstefnunni koma saman um 120 slökkviliðsmenn frá höfuðborgum allra Norðurlandanna, ásamt Gautaborg og Bergen, en ráðstefnan er haldin einu sinni á ári.

Ari Hauksson, slökkviliðsmaður og nýkjörinn varaformaður í samtökunum, segir á ráðstefnunni beri slökkviliðsmenn frá löndunum bækur sínar saman. „Við förum yfir laun og starfsumhverfi. Einnig skoðum við hvaða búnað menn eru að nota og þá verða einnig fyrirlestrar," segir Ari. Einnig munu slökkviliðsmenn rifja upp atburði sem þeir hafa komið að síðasta árið.

Stjórn samtakanna, sem nefnast Nordiska Brandmannens Studiedagar, er nú hér á landi, eins og áður segir, og skipuleggur ráðstefnuna sem fram fer í maí. Fundað er í slökkviliðsstöðinni Tunguhálsi og segir Ari alltaf séu menn að efla samstarfið. „Bæði það norræna og það evrópska, menn eru alltaf að læra af hvor öðrum," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×