Innlent

Ferðamaðurinn fundinn

Frá björgunaraðgerðum
Frá björgunaraðgerðum
Sænski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Sólheimajökli fannst rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst ofarlega í jöklinum, neðarlega í sprungu en yfir 300 björgunarsveitarmenn hafa leitað að honum síðasta tvo og hálfan sólarhring. Aðstæður á jöklinum voru mjög slæmar í morgun og veður mjög slæmt. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Í tilkynningu frá lögreglustjóraembættinu á Hvolsvelli er björgunarsveitarfólki þakkað fyrir aðstoðina við leitina á manninum.

Tilkynningin í heild sinni: „Lögreglustjóraembættið á Hvolsvelli vill færa björgunarsveitafólki, starfsmönnum Landhelgisgæslunar sem og öðrum sem lagt hafa dag við nótt síðustu daga við leitina að Daniel Markus Hoij mikið þakklæti. Aðstæður til leitar hafa verið gríðarlega erfiðar og krafist mikillar fagmennsku af þeim sem að henni komu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×