Innlent

Atvinnuleysið eykst lítillega

4.491 hafa verið atvinnulausir lengur en í eitt ár. Mynd úr safni.
fréttablaðið/gva
4.491 hafa verið atvinnulausir lengur en í eitt ár. Mynd úr safni. fréttablaðið/gva
Skráð atvinnuleysi í október 2011 var 6,8 prósent en að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir og fjölgaði um 0,2 prósentustig milli mánaða.

Atvinnuleysið var 7,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 5,2 prósent á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum, 11,5 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,2 prósent. Atvinnuleysið var 6,5 prósent meðal karla og 7,2 prósent meðal kvenna.

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.666 og fækkar um 176. Þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár voru 4.491 í lok október. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×