Fleiri fréttir Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12.11.2011 05:00 Fresta æfingu vegna leitar Umfangsmikil leit að týndum ferðamanni við Sólheimajökul sem staðið hefur yfir undanfarna daga veldur því að fresta þarf flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli sem átti að fara fram í dag. 12.11.2011 05:00 Áfengisneysla ekki lengur skráð Hagstofa Íslands hætti nýlega að halda saman upplýsingum um sölu og neyslu áfengis með jafn ítarlegum hætti og hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er niðurskurður hjá hinu opinbera. 12.11.2011 03:15 Mun boða forstjóra Barnaverndastofu á sinn fund Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ætlar að boða Braga Guðbrandsson, forstöðumann Barnaverndastofu, fyrir nefndina til þess að ræða gagnrýni hans á úrræðaleysi í málefnum kynferðisbrotamanna. 11.11.2011 20:07 Um 60 þúsund Neyðarkallar seldust Sala björgunarsveitanna á Neyðarkallinum í síðustu viku gekk vel, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn var seldur um allt land fyrstu helgina í nóvember og Ólöf segir að menn telji að um 60 þúsund eintök hafi selst. Hver Neyðarkall var seldur á 1500 krónur og því má áætla að tekjur af sölunni hafi numið um 90 milljónum króna. 11.11.2011 20:49 Flestir gefa ekkert upp Meirihluti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp afstöðu sína varðandi stuðning við formannsefnin í Sjálfstæðisflokknum. Þrír borgarfulltrúar styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formanninn. 11.11.2011 20:22 Meintur kókaínsmyglari í gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær Litháa í gæsluvarðhald til 2. desember vegna meints innflutnings á kókaíni. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir manninum og dæmt hann til að sæta farbanni. Lögreglustjórinn á Selfossi kærði þá til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. 11.11.2011 17:47 Leita fram á nótt Tæplega 200 manns hafa verið við leit á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum sjálfum. Áhersla er lögð á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið. Einhverjar vísbendingar hafa fundist, meðal annars spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta stefnu leitarinnar. 11.11.2011 17:20 Sjö börn með kennitöluna 11.11.11. Sjö börn hafa fæðst það sem af er degi á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingadeildinni. 11.11.2011 16:31 Segja að nýr spítali spari þrjá milljarða Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landspítalann kemur fram að bygging nýs spítala á Hringbraut muni spara hátt í þrjá milljarða króna í rekstri árlega. Norska ráðgjafafyrirtækið Hospitalitet as vann skýrsluna en þar voru bornir saman tveir valkostir, að halda áfram núverandi rekstri í Fossvogi, við Hringbraut og víðar, eða að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Í heild sýna útreikningarnir að 2,6 milljarðar sparast árlega. Jafnframt sýna núvirðisreikningar á kostnaði og sparnaði til næstu 40 ára að mun hagkvæmara sé að byggja við Hringbraut. 11.11.2011 16:26 Prófessor á slóðir strippstaða og tugthúsmeistarans Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, mun fræða áhugasama um stípibúllur, bjórbann, tugthúsmeistarann og fyrsta dómsalinn á morgun. 11.11.2011 15:54 Bjarni og Cameron funduðu í Lundúnum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag með kollega sínum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þeir hittust í Lundúnum í morgun og ræddu ESB, efnahagsmál og Icesave en Bjarni sækir nú ráðstefnu íhaldsflokka í Lundúnum. 11.11.2011 15:17 Flugslysaæfingu frestað vegna Svíans Flugslysaæfingu sem fyrirhuguð varað halda á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardaginn 12. nóvember, hefur verið frestað en stór hluti viðbragðsaðila er nú við leitarstörf á Suðurlandi, þar sem leitað er Svía. 11.11.2011 14:23 Harður árekstur á Snorrabraut Harður árekstur varð á Snorrabraut um klukkan hálftvö í dag og voru lögregla og sjúkralið kölluð til. Þrátt fyrir miklar skemmdir á bifreiðunum urðu lítil meiðsl á fólki að sögn slökkviliðsins. Tveir voru þó fluttir á slysadeild til nánari skoðunar. 11.11.2011 14:15 Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum höfuðpaur Héraðsdómur hefur úrskurðað mann á fimmtugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. desember næstkomandi að kröfu lögreglu. Maðurinn er grunaður um að vera höfuðpaurinn í stærsta fíkniefnasmygli sem uppgötvast hefur hér á landi á þessu ári. Hann hefur þegar kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 11.11.2011 14:00 Gaf 200 björgunarsveitarmönnum plokkfisk Kokkurinn Grímur Gíslason gaf björgunarsveitarfólki 200 skammta af plokkfiski, og var það væntanlega kærkomin búbót, enda björgunarsveitarmenn búnir að standa í ströngu við leit á Svía á þrítugsaldri sem er týndur á eða nærri Sólheimajökli. 11.11.2011 13:46 Verðkönnun ASÍ: Lítill munur á Bónus og Krónunni Lítill verðmunur var á milli Bónuss og Krónunnar þegar ASÍ kannaði verð á matarkörfunni í matvöruverslunum síðastliðinn þriðjudag. Munurinn var 175 krónur á milli verslananna tveggja og í meira en helmingi tilvika var munurinn á milli einstakra vörutegunda minni en tvær krónur. Að þessu sinni var karfan ódýrust hjá Bónus þar sem að hún kostaði 16.596 kr. en dýrust hjá Samkaupum - Úrvali á 19.816 kr. sem er 3.220 kr. verðmunur eða 19%. 11.11.2011 13:29 Fiskimenn ætla að mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) hafa efnt til mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið að Skúlagötu klukkan tvö í dag. 11.11.2011 13:02 Neitar að hafa kyrkt nýfæddan son sinn „Ég er ekki sammála þessu. Ég drap ekki barnið," sagði Agné Krataviciuté, litháísk kona, við þingfestingu ákæru á hendur henni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 11.11.2011 13:00 Vigdís Hauks: Eiríkur þarf að biðja þjóðina afsökunar Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokks, segir að Eiríkur Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst, þurfi að biðja þjóðina afsökunar á því að líkja framsóknarmönnum við fasista. Hún telur að Eiríkur sé beinlínis að ráðast gegn framsóknarmönnum vegna afstöðu þeirra í Evrópumálum. 11.11.2011 12:00 Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um.“ 11.11.2011 11:59 Stærsta fíkniefnamál ársins - hefur lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að andvirði fíkniefnanna, sem voru haldlögð í Straumsvík í október, hlaupa á mörg hundruð milljónum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan hélt vegna málsins, en tveir menn eru í haldi vegna smyglsins. 11.11.2011 11:06 Hætti við að lóga Randver „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. 11.11.2011 11:00 Sleit sæstreng Gagnaveitunnar - Míla þarf samt að borga Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Mílu til þess að greiða fyrirtækinu Djúptækni ehf. rétt tæplega tuttugu milljónir fyrir viðgerð á sæstreng Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur. Djúptækni tók að sér sem verktaki að leggja sæstreng sem liggur vestan Elliðaeyjar og í land á Heimaey. 11.11.2011 10:37 Sjö ára drengur fékk þunga girðingu yfir sig á skólalóð Sjö ára drengur fékk þunga girðingu, sem verktakar höfðu reist, yfir sig í gærmorgun á skólalóð Norðlingaskóla. Faðir drengsins sendi íbúasamtökum Norðlingaholts bréf þar sem hann lýsti atvikinu og samtökin birtu á heimasíðu sinni. 11.11.2011 09:37 Að minnsta kosti fjögur börn með kennitöluna 11.11.11. Alls hafa fjögur börn fæðst í dag á fæðingardeild Landspítalans en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11. 11.11.2011 09:18 Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. 11.11.2011 09:00 Sjálfstæðiskonur fagna framboði Hönnu Birnu Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt tilkynningu sem sambandið sendi frá sér. 11.11.2011 08:54 Amfetamínið vegur 9,9 kíló Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember. 11.11.2011 08:00 Sex ellefur sama daginn Dagurinn í dag, eða þrisvar sinnum ellefu dagurinn, eins og hann er kallaður víða um heim, er mörgum tilefni til að gera eitthvað óvenjulegt, eða þá að fólk upplifir hann sem einhver tímamót. 11.11.2011 07:56 Veiðar á sumargotssíldinni ganga vel Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru hafnar á Breiðafirði og hafa stóru fjölveiðiskipin verið að fá ágætis afla grunnt út af Grundarfirði og Stykkishólmi. 11.11.2011 07:45 Nefbrotinn á menntaskólaballi Ungur karlmaður var sleginn niður og nefbrotnaði á menntaskólaballi í Gullhömrum í Grafarholti í gærkvöldi. 11.11.2011 07:38 Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. 11.11.2011 07:30 Hundrað björgunarsveitarmenn leituðu í alla nótt Um það bil hundrað björgunarsveitarmenn hafa leitað í alla nótt að sænskum ferðamanni, sem saknað er á Sólheimajökli, en án árangurs. 11.11.2011 07:14 Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. 11.11.2011 07:00 Undanþága ver þegna Íslands fyrir framsali - fréttaskýring Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006. 11.11.2011 06:00 Flestir utan vinnumarkaðar Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 23.784 matargjöfum til 3.562 einstaklinga og fjölskyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út maí á þessu ári. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Fjölskylduhjálp. 11.11.2011 05:30 Væn síld veiðist á Breiðafirði Faxi RE, skip HB Granda, hefur náð 700 tonna síldarafla á Breiðafirði í einu til tveimur köstum. Aflinn fer til vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði sem er sérhannað fyrir uppsjávarfisk. 11.11.2011 04:30 Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. 11.11.2011 04:00 Gagnrýnin umræða um eigin verk Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. 11.11.2011 03:30 Ekki óvild gegn smábátafélagi Smábátafélagið í Vogum telur illvilja í garð félagsins hafa ráðið því að nafn þess var ekki á lista sem nefnd á vegum bæjarins sendi Magma Energy um hentuga styrkþega. 11.11.2011 03:00 Þrefalt fleiri vilja í fjarnám Umsóknir um fjarnám í Háskólabrú Keilis eru orðnar þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út í desember. 11.11.2011 02:30 Framkvæmdir verða á Ísafirði Hjúkrunarheimili með 30 rýmum verður byggt á Ísafirði. Samningur þess efnis á milli velferðarráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar var undirritaður í gær. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. 11.11.2011 02:00 Matthías Á. Mathiesen látinn Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, lést í fyrradag, áttræður að aldri. Matthías lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957 og var kjörinn á þing 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var þingmaður Reyknesinga til 1991. 11.11.2011 12:45 Annir í sjúkraflutningum Mikið hefur verið að gera í sjúkrafluginu undanfarinn sólarhring, en frá miðnætti til hádegis í dag voru útköllin orðin fimm talsins samkvæmt tilkynningu sem finna má á vefsíðu Mýflugs. 10.11.2011 22:07 Sjá næstu 50 fréttir
Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12.11.2011 05:00
Fresta æfingu vegna leitar Umfangsmikil leit að týndum ferðamanni við Sólheimajökul sem staðið hefur yfir undanfarna daga veldur því að fresta þarf flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli sem átti að fara fram í dag. 12.11.2011 05:00
Áfengisneysla ekki lengur skráð Hagstofa Íslands hætti nýlega að halda saman upplýsingum um sölu og neyslu áfengis með jafn ítarlegum hætti og hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er niðurskurður hjá hinu opinbera. 12.11.2011 03:15
Mun boða forstjóra Barnaverndastofu á sinn fund Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ætlar að boða Braga Guðbrandsson, forstöðumann Barnaverndastofu, fyrir nefndina til þess að ræða gagnrýni hans á úrræðaleysi í málefnum kynferðisbrotamanna. 11.11.2011 20:07
Um 60 þúsund Neyðarkallar seldust Sala björgunarsveitanna á Neyðarkallinum í síðustu viku gekk vel, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn var seldur um allt land fyrstu helgina í nóvember og Ólöf segir að menn telji að um 60 þúsund eintök hafi selst. Hver Neyðarkall var seldur á 1500 krónur og því má áætla að tekjur af sölunni hafi numið um 90 milljónum króna. 11.11.2011 20:49
Flestir gefa ekkert upp Meirihluti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp afstöðu sína varðandi stuðning við formannsefnin í Sjálfstæðisflokknum. Þrír borgarfulltrúar styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formanninn. 11.11.2011 20:22
Meintur kókaínsmyglari í gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær Litháa í gæsluvarðhald til 2. desember vegna meints innflutnings á kókaíni. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir manninum og dæmt hann til að sæta farbanni. Lögreglustjórinn á Selfossi kærði þá til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. 11.11.2011 17:47
Leita fram á nótt Tæplega 200 manns hafa verið við leit á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum sjálfum. Áhersla er lögð á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið. Einhverjar vísbendingar hafa fundist, meðal annars spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta stefnu leitarinnar. 11.11.2011 17:20
Sjö börn með kennitöluna 11.11.11. Sjö börn hafa fæðst það sem af er degi á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingadeildinni. 11.11.2011 16:31
Segja að nýr spítali spari þrjá milljarða Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landspítalann kemur fram að bygging nýs spítala á Hringbraut muni spara hátt í þrjá milljarða króna í rekstri árlega. Norska ráðgjafafyrirtækið Hospitalitet as vann skýrsluna en þar voru bornir saman tveir valkostir, að halda áfram núverandi rekstri í Fossvogi, við Hringbraut og víðar, eða að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Í heild sýna útreikningarnir að 2,6 milljarðar sparast árlega. Jafnframt sýna núvirðisreikningar á kostnaði og sparnaði til næstu 40 ára að mun hagkvæmara sé að byggja við Hringbraut. 11.11.2011 16:26
Prófessor á slóðir strippstaða og tugthúsmeistarans Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, mun fræða áhugasama um stípibúllur, bjórbann, tugthúsmeistarann og fyrsta dómsalinn á morgun. 11.11.2011 15:54
Bjarni og Cameron funduðu í Lundúnum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag með kollega sínum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þeir hittust í Lundúnum í morgun og ræddu ESB, efnahagsmál og Icesave en Bjarni sækir nú ráðstefnu íhaldsflokka í Lundúnum. 11.11.2011 15:17
Flugslysaæfingu frestað vegna Svíans Flugslysaæfingu sem fyrirhuguð varað halda á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardaginn 12. nóvember, hefur verið frestað en stór hluti viðbragðsaðila er nú við leitarstörf á Suðurlandi, þar sem leitað er Svía. 11.11.2011 14:23
Harður árekstur á Snorrabraut Harður árekstur varð á Snorrabraut um klukkan hálftvö í dag og voru lögregla og sjúkralið kölluð til. Þrátt fyrir miklar skemmdir á bifreiðunum urðu lítil meiðsl á fólki að sögn slökkviliðsins. Tveir voru þó fluttir á slysadeild til nánari skoðunar. 11.11.2011 14:15
Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum höfuðpaur Héraðsdómur hefur úrskurðað mann á fimmtugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. desember næstkomandi að kröfu lögreglu. Maðurinn er grunaður um að vera höfuðpaurinn í stærsta fíkniefnasmygli sem uppgötvast hefur hér á landi á þessu ári. Hann hefur þegar kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 11.11.2011 14:00
Gaf 200 björgunarsveitarmönnum plokkfisk Kokkurinn Grímur Gíslason gaf björgunarsveitarfólki 200 skammta af plokkfiski, og var það væntanlega kærkomin búbót, enda björgunarsveitarmenn búnir að standa í ströngu við leit á Svía á þrítugsaldri sem er týndur á eða nærri Sólheimajökli. 11.11.2011 13:46
Verðkönnun ASÍ: Lítill munur á Bónus og Krónunni Lítill verðmunur var á milli Bónuss og Krónunnar þegar ASÍ kannaði verð á matarkörfunni í matvöruverslunum síðastliðinn þriðjudag. Munurinn var 175 krónur á milli verslananna tveggja og í meira en helmingi tilvika var munurinn á milli einstakra vörutegunda minni en tvær krónur. Að þessu sinni var karfan ódýrust hjá Bónus þar sem að hún kostaði 16.596 kr. en dýrust hjá Samkaupum - Úrvali á 19.816 kr. sem er 3.220 kr. verðmunur eða 19%. 11.11.2011 13:29
Fiskimenn ætla að mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) hafa efnt til mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið að Skúlagötu klukkan tvö í dag. 11.11.2011 13:02
Neitar að hafa kyrkt nýfæddan son sinn „Ég er ekki sammála þessu. Ég drap ekki barnið," sagði Agné Krataviciuté, litháísk kona, við þingfestingu ákæru á hendur henni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 11.11.2011 13:00
Vigdís Hauks: Eiríkur þarf að biðja þjóðina afsökunar Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokks, segir að Eiríkur Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst, þurfi að biðja þjóðina afsökunar á því að líkja framsóknarmönnum við fasista. Hún telur að Eiríkur sé beinlínis að ráðast gegn framsóknarmönnum vegna afstöðu þeirra í Evrópumálum. 11.11.2011 12:00
Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um.“ 11.11.2011 11:59
Stærsta fíkniefnamál ársins - hefur lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að andvirði fíkniefnanna, sem voru haldlögð í Straumsvík í október, hlaupa á mörg hundruð milljónum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan hélt vegna málsins, en tveir menn eru í haldi vegna smyglsins. 11.11.2011 11:06
Hætti við að lóga Randver „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. 11.11.2011 11:00
Sleit sæstreng Gagnaveitunnar - Míla þarf samt að borga Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Mílu til þess að greiða fyrirtækinu Djúptækni ehf. rétt tæplega tuttugu milljónir fyrir viðgerð á sæstreng Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur. Djúptækni tók að sér sem verktaki að leggja sæstreng sem liggur vestan Elliðaeyjar og í land á Heimaey. 11.11.2011 10:37
Sjö ára drengur fékk þunga girðingu yfir sig á skólalóð Sjö ára drengur fékk þunga girðingu, sem verktakar höfðu reist, yfir sig í gærmorgun á skólalóð Norðlingaskóla. Faðir drengsins sendi íbúasamtökum Norðlingaholts bréf þar sem hann lýsti atvikinu og samtökin birtu á heimasíðu sinni. 11.11.2011 09:37
Að minnsta kosti fjögur börn með kennitöluna 11.11.11. Alls hafa fjögur börn fæðst í dag á fæðingardeild Landspítalans en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11. 11.11.2011 09:18
Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. 11.11.2011 09:00
Sjálfstæðiskonur fagna framboði Hönnu Birnu Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt tilkynningu sem sambandið sendi frá sér. 11.11.2011 08:54
Amfetamínið vegur 9,9 kíló Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember. 11.11.2011 08:00
Sex ellefur sama daginn Dagurinn í dag, eða þrisvar sinnum ellefu dagurinn, eins og hann er kallaður víða um heim, er mörgum tilefni til að gera eitthvað óvenjulegt, eða þá að fólk upplifir hann sem einhver tímamót. 11.11.2011 07:56
Veiðar á sumargotssíldinni ganga vel Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru hafnar á Breiðafirði og hafa stóru fjölveiðiskipin verið að fá ágætis afla grunnt út af Grundarfirði og Stykkishólmi. 11.11.2011 07:45
Nefbrotinn á menntaskólaballi Ungur karlmaður var sleginn niður og nefbrotnaði á menntaskólaballi í Gullhömrum í Grafarholti í gærkvöldi. 11.11.2011 07:38
Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. 11.11.2011 07:30
Hundrað björgunarsveitarmenn leituðu í alla nótt Um það bil hundrað björgunarsveitarmenn hafa leitað í alla nótt að sænskum ferðamanni, sem saknað er á Sólheimajökli, en án árangurs. 11.11.2011 07:14
Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. 11.11.2011 07:00
Undanþága ver þegna Íslands fyrir framsali - fréttaskýring Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006. 11.11.2011 06:00
Flestir utan vinnumarkaðar Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 23.784 matargjöfum til 3.562 einstaklinga og fjölskyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út maí á þessu ári. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Fjölskylduhjálp. 11.11.2011 05:30
Væn síld veiðist á Breiðafirði Faxi RE, skip HB Granda, hefur náð 700 tonna síldarafla á Breiðafirði í einu til tveimur köstum. Aflinn fer til vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði sem er sérhannað fyrir uppsjávarfisk. 11.11.2011 04:30
Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. 11.11.2011 04:00
Gagnrýnin umræða um eigin verk Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. 11.11.2011 03:30
Ekki óvild gegn smábátafélagi Smábátafélagið í Vogum telur illvilja í garð félagsins hafa ráðið því að nafn þess var ekki á lista sem nefnd á vegum bæjarins sendi Magma Energy um hentuga styrkþega. 11.11.2011 03:00
Þrefalt fleiri vilja í fjarnám Umsóknir um fjarnám í Háskólabrú Keilis eru orðnar þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út í desember. 11.11.2011 02:30
Framkvæmdir verða á Ísafirði Hjúkrunarheimili með 30 rýmum verður byggt á Ísafirði. Samningur þess efnis á milli velferðarráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar var undirritaður í gær. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. 11.11.2011 02:00
Matthías Á. Mathiesen látinn Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, lést í fyrradag, áttræður að aldri. Matthías lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957 og var kjörinn á þing 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var þingmaður Reyknesinga til 1991. 11.11.2011 12:45
Annir í sjúkraflutningum Mikið hefur verið að gera í sjúkrafluginu undanfarinn sólarhring, en frá miðnætti til hádegis í dag voru útköllin orðin fimm talsins samkvæmt tilkynningu sem finna má á vefsíðu Mýflugs. 10.11.2011 22:07