Innlent

Biskup ætlar að láta af embætti

Biskup ætlar að láta af embætti næsta sumar. Þetta kom fram í setningarávarpi hans til kirkjuþings í Grensáskirkju í morgun.

Kirkjuþingið hófst með helgistund en Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, flutti svo setningarræðu og á eftir honum flutti Karl ræðu sína.

„Nú er þjónustutími minn senn á enda en skipunartími minn í embætti biskups rennur út í lok næsta árs, eftir 15 ára þjónustu. Tel ég rétt að nýr biskup taki við næsta sumar því er þetta síðasta kirkjuþing sem ég mun sitja. Ég mun kveðja embætti mitt með þakklæti í huga fyrir það góða fólk sem með mér hefur fetað veginn og á vegi mínum hefur orðið á vettvangi kirkju og samfélags," sagði Karl í setningarávarpi hans í morgun.

Gert er ráð fyrir að þingið standi yfir í sex til sjö daga.

Nánar á vef kirkjuþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×