Innlent

Nokkuð brattur eftir köfunarslys í Silfru

Silfra á Þingvöllum
Silfra á Þingvöllum mynd/vilhelm
Lögreglan á Selfossi fór ásamt sjúkraflutningarmönnum að Silfru á Þingvöllum eftir hádegi í dag. Kafari þurfti að skjóta sér upp á yfirborðið af 18 metra dýpi en svo virðist sem einhver bilun hafi komið í köfunarbúnað mannsins. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið nokkuð brattur eftir þessa reynslu en þegar farið er upp á yfirborðið af svona miklu dýpi er hætta á að menn slasist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×