Innlent

Sex manns sluppu ótrúlega vel úr bílveltu

Sex manns sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar fólksbíll þeirra valt út af veginum í Biskupsbrekku í sunnanverðri Holtavörðuheiðinni á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Bíllinn fór margar veltur og er gjörónýtur. Fólkið var flutt á sjúkrahús til skoðunar og aðhlynningar og slasaðist engin alvarlega, eftir því sem fréttastofan kemst næst.

Mikil hálka myndaðist á veginum í gærkvöldi, en vegurinn sýndist samt þurr og öruggur, þannig að ökumaðruinn varaði sig ekki á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×