Innlent

Aðeins 17 prósent yfir kostnaðaráætlun

Vegagerðin segir að gerð ganganna hafi aðeins farið 17% yfir kostnaðaráætlun. Fréttablaðið/vilhelm
Vegagerðin segir að gerð ganganna hafi aðeins farið 17% yfir kostnaðaráætlun. Fréttablaðið/vilhelm
Kostnaður vegna Héðinsfjarðarganga reyndist 17,2 prósentum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna vatnsaga. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en þar er tekið fram að rangar tölur þar um hafi verið í gangi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hafi til dæmis „ranglega verið haldið fram að umframkostnaður við þessi göng hlaupi á jafnvel 80 til 90 prósentum. Því fer fjarri," segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að misskilninginn megi rekja til þess að fólki hafi láðst að umreikna upphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×