Innlent

Sænski ferðamaðurinn ófundinn - þrjú hundruð leita í dag

Frá leitarsvæðinu á Sólheimajökli
Frá leitarsvæðinu á Sólheimajökli
Leit að sænska ferðamanninum á Sólheimajökli heldur áfram í dag. Um þrjú hundruð manns eru við leit, þar af um hundrað á jöklinum sjálfum.

Veðurskilyrði há leitarmönnum nokkuð en rok og rigning er á svæðinu.

Jónas Guðmundsson, sem er í vettvangsstjórn, segir að leitarsvæðið hafi verið stækkað nokkuð og er ætlunin í dag að björgunarsveitarmenn sígi ofan í sprungur.

Búist er við að veðrinu sloti eftir hádegið og er þyrla björgunarsveitarinnar tilbúin til leitar um leið og veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×