Innlent

Tveir síbrotamenn teknir í innbroti

Lögreglan handtók í nótt tvo síbrotamenn, sem höfðu brotist inn i vídeóleigu í Árbæjarhverfi í Reykjavík.

Vitni gátu gefið lögreglunni góða lýsingu á mönnunum, sem leiddi til þess að þeir fundust báðir á heimili annars nokkru síðar, ásamt þýfinu.

Að sögn lögregu hafa mennirnir lengi verið til vandræða í hverfinu með ýmiskonar afbrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×