Innlent

Fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm

Maðurinn fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm í miðborg Reykjavíkur.
Maðurinn fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm í miðborg Reykjavíkur. mynd/Egill
Fjölmennt lið lögreglu eru nú statt fyrir utan Hlemm í miðborg Reykjavíkur og er búið að strengja gulan borða utan um almennissalerni sem er staðsett fyrir utan strætóstoppistöðina, á móti lögreglustöðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fannst þar karlmaður látinn í morgun. Varðstjóri segir að maðurinn sé góðkunningi lögreglunnar en verið er að rannsaka vettvang og gat hann ekki svarað því hvort að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Nokkrir einkennisklæddir lögreglumenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn eru að vinna á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×