Innlent

Fór á skeljarnar fyrir framan fullan sal af fólki í Hörpunni - myndband

„Ég veit að þér finnst það ógeðslega óþægilegt að fullt af fólki sé að horfa á þig," sagði ungur herramaður á uppistandi grínistans Kevin Smith við kærustu sína sem sat út í sal í Hörpunni í gærkvöldi.

Kevin rétti honum míkrófóninn og þegar hann ætlaði að biðja kærustu sinnar, frammi fyrir fullum sal, á íslensku stoppaði grínistinn hann og fór fram á að bónorðið yrði framkvæmd á ensku. Hann bar upp bónorðið og sagðist vera með fjólubláan hring í boxi.

Þegar hann bar upp spurninguna sló þögn á salinn og svo sagði kærastan já og áhorfendur fönguðu ákaft.

Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×