Innlent

Ölvaður velti bíl í Þverholti

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og töluvert mikið af fólki í miðborg Reykjavíkur, enda fullt tungl, að sögn varðstjóra.

Fangageymslur voru fullar á Hverfisgötunni eftir atburði næturinnar en sjö ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og að auki var einn af þeim handtekinn og fæður í fangaklefa um klukkan hálf sex í morgun. Sá er grunaður um að hafa stolið bíl sem endaði með því að hann velti bílnum í Þverholti í Reykjavík. Lögreglan mun yfirheyra manninn í dag þegar hann hefur sofið úr sér áfengisvímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×