Fleiri fréttir

OR í rekstrarúttekt

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að ráðast í rekstrarúttekt á fyrirtækinu þar sem m.a. verði leitað skýringa á krappri stöðu þess.

Hestar stórskemmdu bíl grunlausra veiðimanna

Bræður sem fóru að Eystri-Rangá í byrjun júlí urðu heldur betur fyrir vonbrigðum þegar að þeir sneru úr veiðinni og hugðust keyra á brott. Hestar sem voru í nágrenni við veiðistaðinn höfðu ráðist á bílinn og stórskemmt hann. „Þeir nöguðu bílinn alveg niður í lakk, segir Óskar Benediktsson,“ faðir drengjanna í samtali við Vísi.

Íslendingur í Madrid: Það eru allir á bleiku skýi

„Þetta var algjör geðveiki, það var þvílíkt partý í gangi alla nóttina," segir Bryndís Harðardóttir, sem býr í höfuðborg Spánar, Madrid. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær. Þetta er í fyrsta skiptið sem Spánverjar verða heimsmeistarar í knattspyrnu og fögnuðu heimamenn ákaft eftir að Andrés Iniesta skoraði eina mark leiksins í framlengingu.

Haglél í Grímsnesi

Haglél er í Grímsnesi, að því vegfarandi sagði Vísi. Haglélið buldi á rúðum bifreiðar hans, sagði vegfarandinn.

Braut tönn í líkamsárás

Tveir menn slösuðust eftir líkamsárás við verslunina Samkaup á Flúðum rétt fyrir klukkan þrjú aðfararnótt sunnudagsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi brotnaði tönn í öðrum manninum en hinn var talinn

Ástæða til að skoða stöðu leikskólakennara

Formaður menntamálanefndar Alþingis hefur áhyggjur af stöðu leikskólakennara og telur ástæðu til að skoða þau. Vísir greindi frá því í síðustu viku að nánast hvergi á landinu tekst að fullmanna stöður á leikskólum með fagmenntuðum leikskólakennurum. Ástandið gæti versnað því að umsóknum um leikskólakennaranám virðist fækka.

Í kringum 40 manns mótmæla fyrir utan AGS

Í kringum fjörutíu manns mótmæla nú fyrir utan skrifstofur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt fer friðasamlega fram en mótmælendur slá meðal annars á potta til að skapa hávaða. Þá hafa einhverjir mótmælendur sest á gangstéttina fyrir framan dyr hússins.

AGS vill hækka fjármagnstekjuskatt

Fjármálaráðherra beindi því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vinna skýrslu um íslenska skattkerfið. Hún liggur nú fyrir en í henni er farið yfir allt tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs og gerð grein fyrir kostum og göllum þess fyrirkomulags sem hér er í skattamálum. Þá heimsóttu sérfræðingar í opinberum fjármálum Ísland og ræddu við marga opinbera aðila, hagsmunasamtök og fræðimenn. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar til að auka tekjur ríkissjóðs ef þess er talin þörf.

Hátt í 160 milljónum úthlutað til bágstaddra námsmanna

Ríflega 155 milljónum króna hefur verið úthlutað til íslenskra námsmanna á Norðurlöndum. Öllum umsækjendum sem uppfylltu úthlutunarreglur var úthlutað styrk í allt að þrjá mánuði. Alls reyndust 532 námsmenn uppfylla skilyrði fyrir styrkveitingu, segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Makríll veiddist á öllum bryggjum suður með sjó

Makrílveiðin í Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfnum náði hámarki í gær, þegar tugir fólks veiddu þar af öllum bryggjum og var aflinn góður hjá sumum, eða allt upp í nokkur hundruð stykki.

740 kíló af amfetamíni á ári

Áætluð ársþörf amfetamíns á markaði hér á landi er um 740 kíló og götuverð þess tæpir fjórir milljarðar króna. Þetta segir Ari Matthíasson fyrrum framkvæmdastjóri hjá SÁÁ. Hann vann fyrr á þessu ári meistararitgerð í heilsuhagfræði þar sem hann birti niðurstöður rannsóknar sinnar á þjóðfélagslegri byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu.

Ákærðir fyrir hrottalegt ofbeldi

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og stórfellda líkamsárás í Reykjanesbæ í apríl síðastliðnum.

Búið að keyra niður 75 kindur fyrir vestan

Sjötíu og fimm kindur hafa verið keyrðar niður á þjóðvegum á Vestfjörðum á tímabilinu 17. maí til 11. júlí. Síðast í fyrrinótt var ekið yfir tvö lömb sem bæði drápust.

Félagsmenn taki þátt í kröfugerðarþingi

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, vill að almennir félagsmenn taki þátt í vinnu vegna kröfugerðar VR fyrir kjarasamningana í haust. Í viðtali við VR blaðið segir Kristinn að könnun verði gerð meðal félagsmanna um þær áherslur sem þeir vilja sjá og í framhaldinu verði haldið sérstakt kröfugerðarþing.

Svara brýnni þörf göngufólks

'Nýjar göngubrýr hafa verið settar upp yfir Krossá á Þórsmerkursvæðinu. Áhugamannafélagið Útivist stendur fyrir framtakinu og segir Skúli H. Skúlason framkvæmdastjóri Útivistar, að brýrnar leysi úr brýnni þörf hjá göngufólki sem þarf að komast milli Goðalands og Þórsmerkur.

Fyrir gangandi og hjólandi fólk

Austurstræti, Pósthús-stræti og hluta Hafnarstrætis hefur verið lokað fyrir bílaumferð og verður svo þar til í lok ágústmánaðar. Með þessu vilja borgaryfirvöld styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina frekara lífi.

Þétt umferð inn í borgina

Umferðin inn í Reykjavík hefur verið nokkuð þétt eftir hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn telja að fólk hafi verið fyrr á ferð í bæinn úr útilegum og sumarbústöðum en t.d. um síðustu helgi. En þrátt fyrir mikla umferð hefur hún gengið áfallalaust fyrir sig.

Ung kona lést

Ung kona lést í morgun þegar að hún féll fyrir björg í svokölluðum Urðum, sem eru í fólkvangi austan við Neskaupstað. Fall stúlkunar var um 18 til 20 metrar. Hún var látinn þegar að var komið. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp nafn hinnar látnu.

Þrumuveður á Suðurlandi

Íbúar í Þorlákshöfn og í Hveragerði hafa orðið varir við þrumur og eldingar síðan klukkan þrjú í dag. Sérfræðingur á Veðurstofunni segir að gera megi ráð fyrir að menn verði varir við eldingar fram eftir kvöldi.

Formaður Lögmannafélagsins gagnrýnir feminista og fjölmiðla

Vændiskaup er kynferðistbrot gegn þeim sem selur vændið. Því eru þinghöld í vændiskaupamálum lokuð eins og í öllum öðrum kynferðisbrotamálum, segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, í pistli sem hann birtir á vefsvæði Pressunnar.

Nýlistasafnið hlaut Safnaverðlaunin

Nýlistasafnið í Reykjavík hlaut Safnaverðlaunin í ár við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Í rökstuðningi dómnefndar segir að safnið hafi með starfsemi sinni mætt fjölbreyttum áskorunum á nýstárlegan hátt og verið lifandi vettvangur söfnunar, miðlunar og rannsókna á íslenskri myndlist.

Kastaðist af vélhjóli á Miklubraut

Karlmaður kastaðist af mótorhjóli á Miklubraut á öðrum tímanum í dag. Hann lenti á umferðareyju við girðingu sem aðgreinir umferðina eftir brautinni. Mótorhjólið rann niður eftir brautinni einhverja tugi metra.

Gríðarlega góð aðsókn að Þjóðlagahátíð

Gríðarlega góð aðsókn hefur verið að Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem lýkur í dag. Að sögn Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, hafa verið seldir hátt í tvö þúsund miðar á tónleika tengdum hátíðinni og hafa bæði heimamenn og gestir annarsstaðar af á landinu sótt viðburði á hátíðinni.

Forseti Íslands afhendir safnaverðlaunin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag afhenda Íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem hefst á Bessastöðum klukkan þrjú. Í ár eru Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Nýlistasafnið tilnefnd til verðlaunanna.

Færri vilja verða leikskólakennarar

Aðsókn að leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur minnkað upp á síðkastið þrátt fyrir að ekki takist að fullmanna stöður á leikskólum með fagmenntuðum leikskólakennurum.

Vill fund um Magma

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, óskaði í gærkvöldi eftir fundi í iðnaðarnefnd Alþingis vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um að iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint kanadíska orkufyrirtækinu Magma

Þúsund manns komu saman á „Úlfalda“

Talið er að um 1000 manns hafi verið samankomnir á hátíðinni „Úlfaldi úr mýflugu" sem fram fór í Mývatnssveit í gær og í fyrradag. Lögreglan á Húsavík segir að þar hafi verið að mestu leyti verið saman komið ungt fólk. Erlendir ferðamenn sem hafi átt leið um Mývatnssveit hafi orðið fyrir töluverðu ónæði vegna hávaða. Þrjú minniháttar fíkniefnamál hafa komið upp í tengslum við hátíðina, þar af eitt þar sem grunur leikur á að fíkniefni hafi verið boðin til sölu. Þá voru að minnsta kosti fjórir stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur.

Kviknaði í húsbíl í Fellunum

Eldur kom upp í húsbíl í Fellahverfinu í Breiðholti um tvöleytið í nótt og er bíllinn töluvert skemmdur. Að sögn lögreglunnar var par að laga til í bílnum þegar eldurinn kom upp og var það flutt á slysadeild með lítilsháttar brunasár.

Yfir hundrað látnir í Pakistan

Tala látinna í sjálfsmorðsprengjuárás í Pakistan á föstudaginn er komin yfir 100 manns. Samkvæmt Reuters er nú talið að 102 hafi látist í árásinni sem hreyfing Talíbana í Pakistan hefur lýst á hendur sér.

Almenningur fær orðið um framtíð Þingvalla

Almenningur verður kallaður til ráðgjafar um hvaða starfsemi eigi að fara fram á Þingvöllum en í dag er eitt ár liðið frá því hótel Valhöll brann þar til kaldra kola. Þjóðgarðsvörður segir þingvallanefnd vera að skoða allt skipulag þjóðgarðsins.

Nýr Landspítali eins og Land Cruiser

Tillaga að nýjum Landspítala sem kynnt var í gær er miklu ódýrari en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og sparar ríkissjóði 20 milljarða króna án þess að þjónusta skerðist, segir formaður verkefnastjórnar vegna byggingar spítalans. Hann lýsir þessu þannig að keyptur hafi verið ódýrari bíll sem rúmi jafn marga farþega og sinni sama hlutverki.

Boðar lagafrumvarp vegna Magma Energy

Umhverfisráðherra segir augljóst að farið hafi verið á svig við lög þegar Magma Energy eignaðist HS orku og vill að fram fari opinber rannsókn á kaupferlinu. Ráðherra boðar lagafrumvarp sem girðir fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins geti eignast auðlindir landsins.

Mengunarslys í Eskifirði: Ekki of seint brugðist við

Bæjaryfirvöld í Fjarðarbyggð segja ekki hafa verið brugðist of seint við mengunarslysi sem varð á sunnudaginn fyrir viku þegar löndunarvökvi úr skipi blandaðist drykkjarvatni bæjarbúa. Bréf var sent til bæjarbúa í gær vegna málsins.

Umboðsmenn yfirgefa Mel Gibson

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá stórleikaranum Mel Gibson. Upptaka af samtali Mel Gibson við fyrrverandi kærustu sína, Oksana Grigorieva, láku á netið í vikunni en í samtalinu kallar hann stúlkuna öllum illum nöfnum. Mel Gibson er sökkvandi skip og nú hefur umboðsskrifstofan hans látið hann fara.

Bjóða matarþurfa fólki súpu og brauð

Starfsmenn veitingahússins Nítjándu í Turninum Kópavogi hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eru matarþurfi nú í sumarleyfum hjálparstofnana. Starfsmennirnir ætla að bjóða upp á súpu, brauð og drykkjarföng alla mánudaga í júlí á milli klukkan fimm og sjö. Starfsfólk leitaði til Vífilfells og annarra birgja, sem ákváðu að taka þátt.

Sjá næstu 50 fréttir