Bræður sem fóru að Eystri-Rangá til veiða í byrjun júlí urðu heldur betur fyrir vonbrigðum þegar að þeir sneru úr veiðinni og hugðust keyra á brott. Hestar sem voru í nágrenni við veiðistaðinn höfðu ráðist á bílinn þeirra og stórskemmt hann. „Þeir nöguðu bílinn alveg niður í lakk, segir Óskar Benediktsson," faðir drengjanna í samtali við Vísi.
Hann segir að bræðurnir hafi farið saman að veiðisvæðinu á bíl og skilið hann eftir. Þegar þeir komu til baka hafi þeir séð að lakkið á húddinu á bilnum og hliðarnar voru stórskemmdar. „Það þarf að sprauta bílinn," segir Óskar.
Óskar vill vara þá sem ætla að fara að veiða í Eystri-Rangá við aðstæðum. Þetta hafi verið dýrt spaug fyrir syni sína því að tryggingarfélagið bæti ekki skemmdir af völdum dýra. Synir sínir hafi ekki verið varaðir við því að hestar á svæðinu gætu skemmt bílinn.
Óskar segir að bifreiðin sem um ræði sé af gerðinni Mazda 6.
Hestar stórskemmdu bíl grunlausra veiðimanna

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.