Innlent

Lögreglan kaupir húfur fyrir 4,5 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan ætlar að endurnýja fatnað sinn á næstunni.
Lögreglan ætlar að endurnýja fatnað sinn á næstunni.
Ríkislögreglustjóri áætlar að verja 147 milljónum króna í einkennisfatnað á 660 lögreglumenn landsins á næstu þremur árum.

Í útboðsgögnum Ríkiskaupa þar sem framleiðsla og innkaup á þessum fatnaði eru boðin út er óskað eftir tilboðum í einkennisfatnaðinn. Meðal annars stendur til að kaupa einkennishúfur fyrir 4,5 milljónir króna, hátíðarbúning fyrir 5,4 milljónir króna og daglegan vinnufatnað fyrir 83,4 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra er ekki gert ráð fyrir að útlit lögregluklæðnaðarins breytist frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir lítilsháttar breytingum á daglegum vinnufatnaði lögreglunnar en þær verða ekki sjáanlegar svo nokkru nemi. Hátíðarbúningurinn verður alveg eins.

Í útboðsgögnunum frá Ríkiskaupum, sem Viðskiptablaðið vísar í, kemur fram að bjóðendur skulu gera ráð fyrir að fatnaður henti jafnt báðum kynjum við lögreglustörf. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 31. ágúst næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×