Innlent

Vill fund um Magma

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Margrét Tryggvadóttir óskaði eftir fundi um Magma málið.
Margrét Tryggvadóttir óskaði eftir fundi um Magma málið.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, óskaði í gærkvöldi eftir fundi í iðnaðarnefnd Alþingis vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um að iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint kanadíska orkufyrirtækinu Magma Energy um stofnun sænsks dótturfélags til að uppfylla skilyrði íslenskra laga um fjárfestingu í orkuiðnaði hér á landi. Margrét staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú í morgun.

Margrét sagði að þrátt fyrir að það hefði legið fyrir lengi að fjárfesting Magma í HS Orku væri í gegnum sænskt dótturfélag væri æskilegt og eðlilegt að skýringar fengust á því að íslensk stjórnvöld hafi leiðbeint fyrirtækinu í þessum efnum.

Margrét sagðist í morgun ekki hafa fengið svar frá Skúla Helgasyni formanni iðnaðarnefndar en bjóst við svari fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×