Innlent

Þrumuveður á Suðurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúar í Þorlákshöfn og í Hveragerði hafa orðið varir við þrumur og eldingar síðan klukkan þrjú í dag. Sérfræðingur á Veðurstofunni segir að gera megi ráð fyrir að menn verði varir við eldingar fram eftir kvöldi.

Skúraveður er um allt Suðurland- og Suðausturland samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Samkvæmt Veðurspá fyrir næsta sólarhring er gert ráð fyrir hægviðri og að skýjað verði með köflum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×