Innlent

Iðnaðarnefnd fundar um Magma í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, hefur boðað til fundar í nefndinni. Mynd/ Anton.
Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, hefur boðað til fundar í nefndinni. Mynd/ Anton.
Iðnaðarnefnd Alþingis ætlar að koma saman til fundar klukkan þrjú í dag til að ræða stöðuna í Magma málinu.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði um helgina að hún vildi láta rannsaka starfsemi Magma Energy Sweden fyrirtækisins í ljósi upplýsinga sem hún segir varpa nýju ljósi á málið. Upplýsingarnar sýna svo ekki verður um villst að Magma í Svíþjóð er svokallað skúffufyrirtæki. Þá var iðnaðarráðuneytið sakað um það að hafa aðstoðað Magma í Kanada við að fara framhjá íslenskum lögum.

Eftir að fréttir bárust af þessu um helgina óskaði Margrét Tryggvadóttir eftir því að fundað yrði um málið í iðnaðarnefnd og hefur Skúli Helgason nú orðið við ósk hennar með því að boða til fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×