Innlent

Brotist inn í félagsheimili hestamanna á Selfossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í félagsheimili hestamanna á Selfossi í nótt. Skemmdir voru unnar á bústaðnum en ekki er útlit fyrir að neinu hafi verið stolið að sögn lögreglu.

Þá var brotist í sumarbústað í Árnessýslunni. Þjófarnir höfðu á brott með sér flatskjá. Ekki er vitað hvenær þeir voru að verki en innbrotið uppgötvaðist þegar eigendur bústaðarins komu að seint í gærkvöld.

Þá kviknaði í Audi-bifreið fyrir utan Olísverslun á Selfossi rétt eftir miðnætti í gær og er hún talin ónýt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×