Innlent

Yfir hundrað látnir í Pakistan

Talibanar hafa lýst árásinni á hendur sér.
Talibanar hafa lýst árásinni á hendur sér.

Tala látinna í sjálfsmorðsprengjuárás í Pakistan á föstudaginn er komin yfir 100 manns. Samkvæmt Reuters er nú talið að 102 hafi látist í árásinni sem hreyfing Talíbana í Pakistan hefur lýst á hendur sér.

Árásin átti sér stað í Mohmad sem er svæði í Pakistan við landamæri Afganistan. Þetta er mannskæðasta hryðjuverkaárásin í Pakistan frá því ráðist var á Peshawar markaðinn í október á síðasta ári en í þeirri árás týndu 105 manns lífi.

Í frétt Reuters kemur fram að fimm börn á aldrinum fimm til tíu ára og nokkrar konur eru meðal þeirra látnu. „Við höfum fundið fleiri lík innan um rústirnar af búðum sem voru jafnaðar við jörðu í sprengjuárásunum," segir Rasool Khan, aðstoðarlögreglustjóri í Mohmand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×