Innlent

OR í rekstrarúttekt

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að ráðast í rekstrarúttekt á fyrirtækinu þar sem m.a. verði leitað skýringa á krappri stöðu þess.

Í úttektinni verði dregnar saman skuldbindingar fyrirtækisins, fjárfestingar síðustu ára og afrakstur þeirra. Þá kallar stjórnin eftir tímasettri áætlun um aðhaldsaðgerðir, lækkun rekstrarkostnaðar, hugsanlega frestun fjárfestinga og annað sem miðar að því að draga úr þörf fyrirtækisins fyrir hækkun gjaldskrár, segir í tilkynningu.

Niðurstaða úttektarinnar á að liggja fyrir í næsta mánuði og óskaði stjórnin eftir því að eigendur fyrirtækisins tilnefndu fulltrúa í rýnihóp, sem fari yfir og staðfesti áreiðanleika úttektarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×