Innlent

Kviknaði í húsbíl í Fellunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var erilsamt hjá lögreglunni í nótt. Mynd/ Pjetur.
Það var erilsamt hjá lögreglunni í nótt. Mynd/ Pjetur.
Eldur kom upp í húsbíl í Fellahverfinu í Breiðholti um tvöleytið í nótt og er bíllinn töluvert skemmdur. Að sögn lögreglunnar var par að laga til í bílnum þegar eldurinn kom upp og var það flutt á slysadeild með lítilsháttar brunasár.

Þá voru þrír menn handteknir eftir að þeir réðust á karlmann í miðborginni. Þeir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Árásarþolinn var fluttur á slysadeild en ekki liggur fyrir hve mikið hann slasaðist.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að talsverður fjöldi fólks hafi verið kominn saman í miðborg Reykjavíkur og þeir síðustu voru ekki farnir heim fyrr en á sjöunda tímanum í morgun. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki vegna hávaða í heimahúsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×