Innlent

Rætt um að Ingibjörg Sólrún stýri rannsóknarnefnd á vegum SÞ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rætt er um að Ingibjörg Sólrún stýri rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs til að kanna árás á skipalest. Mynd/ Anton.
Rætt er um að Ingibjörg Sólrún stýri rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs til að kanna árás á skipalest. Mynd/ Anton.
Forseti Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur rætt það við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, að hún taki að sér formennsku í nefnd sem til stendur að stofna og mun rannsaka árás Ísraelsmanna á skipalest á leið til Gaza með hjálpargögn. Ingibjörg Sólrún segir ekkert ákveðið varðandi málið en hún geri ráð fyrir að málin muni skýrast á næstu dögum.

„Ég var á ráðstefnu í Madríd um málefni Palestínu og var spurð að því hvort það mætti nefna nafnið mitt og síðan var haft samband við mig frá skrifstofu Mannréttindaráðsins," segir Ingibjörg aðspurð um það hvernig stæði á því að málið hefði verið nefnt við hana.

Ingibjörg segir annars allt óráðið varðandi framtíð sína eða frekari störf á alþjóðavettvangi. „Þetta mál kom bara upp fyrir hálfgerða tilviljun og ég var svo sem alveg tilbúin til þess að vera inni í þessu ef til kæmi," segir Ingibjörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×