Innlent

Þúsund manns komu saman á „Úlfalda“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að um 1000 manns hafi verið samankomnir á hátíðinni „Úlfaldi úr mýflugu" sem fram fór í Mývatnssveit í gær og í fyrradag. Lögreglan á Húsavík segir að þar hafi verið að mestu leyti verið saman komið ungt fólk. Erlendir ferðamenn sem hafi átt leið um Mývatnssveit hafi orðið fyrir töluverðu ónæði vegna hávaða.

Þrjú minniháttar fíkniefnamál hafa komið upp í tengslum við hátíðina, þar af eitt þar sem grunur leikur á að fíkniefni hafi verið boðin til sölu. Þá voru að minnsta kosti fjórir stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×