Innlent

Formaður Lögmannafélagsins gagnrýnir feminista og fjölmiðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Níelsson segir að vændiskaupamál séu kynferðisbrotamál og því séu þau lokuð. Mynd/ GVA.
Brynjar Níelsson segir að vændiskaupamál séu kynferðisbrotamál og því séu þau lokuð. Mynd/ GVA.
Vændiskaup er kynferðisbrot gegn þeim sem selur vændið. Því eru þinghöld í vændiskaupamálum lokuð eins og í öllum öðrum kynferðisbrotamálum, segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, í pistli sem hann birtir á vefsvæði Pressunnar.

Hann furðar sig á málflutningi Höllu Gunnarsdóttur, talsmanns Feministafélagsins, sem gagnrýndi að nöfn þeirra sem sakfelldir voru fyrir vændiskaup í nýlegum dómi hefðu hvergi verið birt en í öðrum dómi hefði nafn afgreiðslukonu sem var dæmd fyrir að draga sér fé í verslun Bónuss verið birt. „Samt er það svo, eins furðulega sem það hljómar, að vændiskaup er kynferðisbrot gegn þeim sem selur. Því eru þessi þinghöld lokuð eins og í öllum öðrum kynferðisbrotamálum. Þessi staðreynd virðist vera hulin fjölmiðlamönnum jafnt sem talsmanni femínistafélagsins," segir Brynjar.

Brynjar segir það vera furðulegt að Halla geti ekki litið glaðan dag vegna þess að farið sé að lögum í vændiskaupamálum. „Það læðist að manni sá grunur að ástæða svekkelsis félagsmanna femínistafélagsins sé sú að þeim er gert ókleift að ofsækja sakaða vændiskaupendur opinberlega í sinni pólitísku herferð, þannig að reiðin, vandlætingin og hefndarhugurinn fær takmarkaða útrás hjá þeim," segir Brynjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×