Innlent

Kastaðist af vélhjóli á Miklubraut

Manninum var ekið á slysadeild í sjúkrabíl.
Manninum var ekið á slysadeild í sjúkrabíl.
Karlmaður kastaðist af mótorhjóli á Miklubraut á öðrum tímanum í dag. Hann lenti á umferðareyju við girðingu sem aðgreinir umferðina eftir brautinni. Mótorhjólið rann niður eftir brautinni einhverja tugi metra.

Að sögn sjónarvotts var vélhjólamaðurinn að taka fram úr bifreið og sýndist sjónarvottinum sem hann hefði síðan misst stjórn á mótorhjólinu. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis virðist maðurinn ekki alvarlega slasaður við fyrstu skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×