Innlent

Gríðarlega góð aðsókn að Þjóðlagahátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnsteinn Ólafsson er ánægður með hátíðina.
Gunnsteinn Ólafsson er ánægður með hátíðina.
Gríðarlega góð aðsókn hefur verið að Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem lýkur í dag. Að sögn Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, hafa verið seldir hátt í tvö þúsund miðar á tónleika tengdum hátíðinni og hafa bæði heimamenn og gestir annarsstaðar af á landinu sótt viðburðina.

„Við urðum að endurtaka tónleikana hjá Hjaltalín af því að það var uppselt," segir Gunnsteinn. Þá er gert ráð fyrir að lokatónleikarnir verði endurfluttir í Neskirkju klukkan átta á morgun vegna mikillar eftirspurnar.

Gunnsteinn segir að þrátt fyrir mikla aðsókn hafi allt farið vel fram á hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×