Innlent

Nýr Landspítali eins og Land Cruiser

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Tillaga að nýjum Landspítala sem kynnt var í gær er miklu ódýrari en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og sparar ríkissjóði 20 milljarða króna án þess að þjónusta skerðist, segir formaður verkefnastjórnar vegna byggingar spítalans. Hann lýsir þessu þannig að keyptur hafi verið ódýrari bíll sem rúmi jafn marga farþega og sinni sama hlutverki.

„Þessi nýja bygging mun skapa nýja umgjörð sem gefur tækifæri til sterkari þjónustu og tækni. Það var þannig að menn ætluðu strax í Land Cruiser 200 á 15 milljónir. En í staðinn er farið í Land Cruiser 120. En hann mun ferja jafn marga farþega og komast frá A-B," segir Gunnar Svavarsson formaður verkefnastjórnar.

Nýja verðlaunatillagan er um áfangaskipt heildarskipulag fyrir sextíu og sex þúsund fermetra nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut. Er hún mun ódýrari en fyrri verðlaunatillaga gerði ráð fyrir. Gunnar Svavarsson, formaður verkefnastjóranr um byggingu nýs Landspítala staðfestir þetta. Hann segir þó að þetta eigi ekki að koma niður á skertri þjónustu miðað við upphaflega hugmynd.

Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem fól Huldu Gunnlaugsdóttir, þáverandi forstjóra Landspítalans, að endurskoða þær hugmyndir að byggingu nýs sjúkrahúss sem þá lágu fyrir. Verðlaunatillagan sem kynnt var í gær mun spara ríkissjóði um 20 milljarða króna frá upphaflegum áformum.

Nýbyggingin mun kosta 33 milljarða, í stað 70 milljarða eins og gert var ráð fyrir. Þá verður farið í endurgerð á eldra húsnæði fyrir 11 milljarða og sjö milljörðum verður varið í tækjakaup, en samtals er þetta 51 milljarður króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×