Fleiri fréttir

Davíð Oddsson: Landsfundur eins og „vorútsala Blómavals“

„Forystumenn Sjálfstæðisflokksins teygðu sig ótrúlega langt á síðasta landsfundi flokksins til að koma til móts við sérsjónarmið fámenns en ágengs hóps í Evrópumálum," segir Davíð Oddsson, annar tveggja ritstjóra Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins með Sunnudagsmogganum, en með Reykjavíkurbréfinu sem skrifað er undir fyrirsögninni „Það rofar til í Evrópumálum" birtast stórar myndir af Davíð ásamt gömlum evrópskum leiðtogum eins og Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands og Jacques Delors, fyrrum fjármálaráðherra Frakka og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Lögreglan „skaut skjólshúsi" yfir ógæfumenn í nótt

Fimm gistu fangageymslur í Reykjavík í nótt; tveir vegna ölvunarástands auk þriggja útigangsmanna sem þurftu aðstoðar við. Að sögn vakthafandi lögreglumanns þarf lögreglan reglulega að „aðstoða menn sem þurfi að hýsa, ekki síst skömmu eftir mánaðarmót," og á þar við að lögreglan leyfi útigangsmönnum að sofa úr sér í fangageymslum.

Leðurblökukona gefur Bandaríkjamönnum íslenskar pylsur

Bandarískur ferðalangur sem elskar Ísland mun halda fyrirlestur um Ísland þann 17. júlí næstkomandi í Connecticut. Konan, sem heitir Gerri Griswold, hefur ferðast reglulega til Íslands í áratug. Á kynningunni mun hún meðal annars gefa fólki sýnishorn af íslenskum pylsum og sýna myndir úr ferðum sínum.

Reykvískir víkingar ósáttir

Forsvarsmenn Víkingahátíðar í Reykjavík, sem halda á í fyrsta skipti á Klambratúni næsta sumar, eru mjög óánægðir við nafnbreytinguna á túninu en nafni þess var breytt úr Miklatúni í Klambratún í vikunni.

Skar framan af fingri manns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði á skilorði, fyrir að stinga annan mann með dúkahnífi í lærið og skera framan af fingrinum á honum. Maðurinn fékk djúpan sex sentimetra langan skurð á lærið.

Páll Baldvin hættir störfum

Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra, er hættur störfum á Fréttablaðinu. Páll Baldvin hefur starfað á Fréttablaðinu síðan árið 2006 en var þar áður ritstjóri DV.

Leitað að manni í Fossvoginum

Lögreglan, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar, leita nú að manni sem hvarf frá heimili sínu í Fossvoginum seint í nótt. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hefur búið og starfað á Íslandi.

Umhverfisráðherra vill rannsókn á Magma Energy Sweden

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, vill láta rannsaka starfsemi Magma Energy Sweden fyrirtækisins í ljósi upplýsinga sem hún segir varpa nýju ljósi á málið. Hún hefur rætt við viðskiptaráðherra um að málið verið tekið upp að nýju. Pistlahöfundarnir Teitur Atlason og Lára Hanna Einarsdóttir hafa síðustu daga skrifað um Magma Energy Sweden AB. Í pistlum sínum halda þau því fram að fyrirtækið sé eitt allsherjar sjónarspil.

Ætla að koma í veg fyrir lekann

Vélmennakafbátar munu fjarlægja loku sem sett var á olíuborholuna í Mexíkó flóa í nótt og því mun olía flæða án fyrirstöðu í flóann næstu tvo daga. Ástæðan er sú að koma á nýrri og betri loku fyrir sem að sama skapi mun hjálpa olíuhreinsunarskipum sem hreinsa linnulaust upp olíuna á svæðinu.

Kafarar og hundar notaðir við leitina

Maðurinn sem lögreglan og björgunarsveitir leita nú að víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu heitir Karolis Kievisas og er 28 ára gamall. Um 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni að manninum sem hvarf sporlaust í nótt. Notast er við báta og fjórhjól í leitinni auk þess sem gengið er eftir strandlínum með leitarhunda og kafarar leita við bryggjur.

Reykjavíkurborg þarf að binda 12 milljarða

Reykjavíkurborg þarf að leggja 10 til 12 milljarða króna til hliðar til að sýna fram á fjárhagslegan styrk sinn sem bakhjarl Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Borgin hefur sett á laggir áhættustýringarhóp og ákveðið að vinna markvisst að því að auka trúverðugleika borgarinnar sem ábyrgðaraðila á lánamörkuðum.

Fresta ráðningu um óákveðinn tíma

Stjórn Íbúðalánasjóðs frestaði á fundi í fyrrakvöld ráðningu nýs forstjóra í stað Guðmundar Bjarnasonar sem lét af störfum um síðustu mánaðamót.

„Við getum orðið stórfyrirtæki“

„Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni.“

Flóknum spurningum ósvarað

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að breytingar á frumvarpi iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun kalli á að svarað verði spurningum um stöðu Torfajökulssvæðisins og einstakra svæða á Reykjanesi og í Krýsuvík.

Áhrif olíulekans vanmetin

Áhrif olíulekans í Mexíkóflóa gætu haft mun skaðlegri áhrif fyrir vistkerfið á svæðinu en hingað til hefur verið talið. Hópur vísindamanna frá Imperial College í London hefur sýnt fram á að olía veldur arseník-eitrun sem til lengri tíma getur komist inn í fæðukeðjuna og valdið skaða á gróðri og dýrum.

Kviknaði í potti á Þórsgötu

Slökkviliðið var kallað að Þórsgötu í Reykjavík nú fyrir stundu. Mikinn reyk leggur frá húsinu en að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að hann komi út frá potti sem er í húsinu.

Mótmæltu ákærum nímenninganna í Barcelona

Á hádegi í gær hittust um tuttugu manns við íslensku ræðismannaskrifstofuna í Barcelona til að sýna reiði sína í garð íslenska ríkisins vegna réttarhaldanna sem fara fram yfir nímenningunum svokölluðu. Þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember 2008.

Askan reynist góð í steinsteypu

Rannsókn á öskunni úr Eyjafjallajökli hefur leitt í ljós að hún er afbragðs bætiefni í steinsteypu og vinnur gegn alkalívirkni, sem hefur verið helsti veikleiki íslensku steypunnar. Undir Eyjafjöllum eru menn þegar byrjaðir að steypa úr öskunni.

Hætt við nauðungaruppboð eftir klukkustund

Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði uppboð á húsi í dag eftir að eigandinn mótmælti uppboðinu á þeim forsendum að óvissa ríki um upphæð skuldarinnar en á húsinu hvílir gengistryggt lán. Er þetta í fyrsta sinn sem sýslumaður stöðvar uppboð vegna þessa.

Húsaleigan tvöfaldast við flutninga

Húsaleigukostnaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands nærri tvöfaldast þegar sveitin flytur úr Háskólabíói yfir í Hörpu á næsta ári.

Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi

Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal.

Eyjafjallajökull: Mælarnir stöðugir - ekkert að gerast

Veðurstofa Íslands hefur ekki fengið neinar hreyfingar á skjálftamæla í Eyjafjallajökli. „Við bíðum bara eftir því að heyra frá þeim sem eru upp á jökli ef eitthvað gerist,“ segir vaktstjóri á spádeild.

Unglingar stálu bíl og fóru á rúntinn

Þrír unglingar stálu bíl í Kópavogi í gærkvöldi og fóru á rúntinn. Þeir skiptust á að sitja undir stýri og fóru víða á höfuðborgarsvæðinu en ökuferðinni lauk í Reykjavík þar sem bílinn var skilinn eftir.

Á sjötta þúsund manns heimsóttu Viðey

Um 5.754 manns heimsóttu Viðey í sumar, en það er um 34% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Til viðbótar við farþega í áætlun bætist svo töluverður fjöldi fólks sem kemur á eigin vegum á smábátum eða kajökum, en sá hópur fer ört stækkandi.

Tveir hnífamenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu

Karl um þrítugt var handtekinn í Breiðholti síðdegis í gær eftir að hafa stungið þar annan mann með hnífi. Þolandinn, karl um fertugt, var með stungusár á fæti og var fluttur á slysadeild. Árásarm

Steinunn Birna Ragnarsdóttir er tónlistarstjóri Hörpu

Ago, rekstrarfélag tónlistar og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur gengið frá ráðningu tónlistarstjóra Hörpu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, varð fyrir valinu, en alls sóttu 24 um starfið. Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Niðurskurður til löggæslumála verður um 5%

Niðurskurður á fjárframlögum til löggæslu á næsta ári verður minni en gert hafði verið ráð fyrir, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að nú sé gert ráð fyrir að niðurskurðurinn verði í kringum 5% en hann hafi verið í kringum 8% á þessu ári.

Hálft ár frá skjálftanum á Haítí

Á mánudaginn eru sex mánuðir liðnir frá því að jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí. Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi á Haítí sleitulaust

Fundaði með utanríkisráðherra Ungverjalands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með János Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands og Pal Schmitt, forseta þings landsins og nýkjörnum forseta. Í dag lýkur opinberri heimsókn Össurar til Króatíu og Ungverjalands samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ekið á fjórtán ára gamlan pilt

Ekið var á fjórtán ára gamlan pilt á reiðhjóli við Tryggvatorg á Selfossi eftir hádegi í dag. Að sögn lögreglu virðist pilturinn ekki hafa meiðst alvarlega. Hann var fluttur á slysadeild á Selfossi til skoðunar.

Dæmdir fyrir að kasta manni niður af svölum

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru dæmdir í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þrír aðrir voru dæmdir í árs fangelsi skilorðsbundið í 9 mánuði fyrir hrottalega líkamsárás í Vogunum við Vatnsleysuströnd í janúar 2009.

RÚV varar bjórframleiðenda við vegna áfengisauglýsingar

"Það er best að taka það fram strax að persónulega skil ég og styð eindregið viðleitni Foreldrasamtakanna til að sporna gegn drykkju barna og unglinga,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, vegna kæru Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, en samtökin hafa kært RÚV fyrir birtingu á þremur auglýsingum þar sem léttöls-merkið á að hafa vantað.

Rúmlega 300 teknir af vanskilaskrá

Rúmlega þrjú hundruð einstaklingar hafa alfarið verið fjarlægðir af vanskilaskrá eftir að dómur Hæstaréttar féll um gengistryggð lán í síðasta mánuði.

Elsta félag á Íslandi er 195 ára

Á morgun fagnar Hið íslenska biblíufélag 195 ára afmæli. Stofnfundur þess var haldinn þann 10. júlí árið 1815 á heimili sr. Geirs Vídalín biskups en biskupsgarður var þá að Aðalstræti 10 en það hús stendur enn.

Lárus Páll dæmdur en sleppur við refsingu

Mótmælandinn Lárus Páll Birgisson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar hann mótmælti fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna.

Eiríkur Björn verður bæjarstjóri á Akureyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur ákveðið að ráða Eirík Björn Björgvinsson sem bæjarstjóra á Akureyri til næstu fjögurra ára. Gengið verður frá formlegum ráðningarsamningi síðar í þessum mánuði og innhald hans kynnt í framhaldi af því. Eiríkur Björn mun hefja störf þann 15. ágúst næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum.

Breyttu bæjarstjóra í framkvæmdastjóra

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg samþykktu á bæjarstjórnarfundi í gær að breyta starfsheitinu Bæjarstjóri í framkvæmdastjóri. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mótmæltu þessari breytingu harðlega og lögðu fram bókun á fundinum.

Flutti inn í fellihýsi ókunnugrar fjölskyldu

Húsfreyju í Keflavík brá í brún í morgun þegar að hún fann mann af erlendum uppruna sofandi í fellihýsi sínu utan við við íbúðarhús sitt. Útlendingurinn baðst afsökunar og skýrði framferði sitt á því að hann væri peningalaus. Síðan lagðist hann á hliðina og hugðist sofa áfram, eftir því sem fram kemur á fréttavef Víkurfrétta.

Nýr spítali: Stakkur sniðinn eftir vexti

Hönnunarteymið SPITAL varð hlutskarpast í samkeppni um áfangaskipt heildarskipulag fyrir nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut og frumhönnun 1. áfanga nýja spítalans og tengdrar háskólastarfsemi. Frá þessu var greint fyrir hádegið við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag.

Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum.

RÚV kært fyrir að auglýsa áfengi

„Við erum búin að senda þrjár kærur,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, en samtökin hafa lagt fram þrjár kærur gegn RÚV vegna meintra brota á lögum um áfengisauglýsingar.

Sjá næstu 50 fréttir